Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Ásgeir Börkur hefur fulla trú á því að Fylkir geti unnið KR. vísir/anton Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30