Fimm fæðingardeildir í Malaví fjármagnaðar með íslensku fé Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 07:00 William Peno er orðinn yfirhéraðslæknir í stóru héraði í Malawi aðeins 29 ára. Hann er kominn til að læra af íslensku heilbrigðiskerfi. Vísir/Anton Brink Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Malaví Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Malaví Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira