Huginn náði stigi í 1-1 jafntefli gegn Leikni Reykjavík í 20. umferð Inkasso-deildarinnar en með stiginu nær Huginn fjögurra stiga forskoti á Fjarðarbyggð í botnbaráttunni.
Huginn berst fyrir lífi sínu í næst efstu deild þegar lítið er eftir en með jafntelfinu í dag er liðið með smá öndunarrými þegar lítið er eftir.
Atli Arnarson kom Leikni yfir á 17. mínútu en aðeins sjö mínútum síðar jafnaði Marko Nikolic metin fyrir gestina.
Daði Bærings Halldórsson fékk rautt spjald í uppbótartíma en gestirnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á lokasekúndunum.
Fjarðarbyggð og HK eiga leik til góða á Hugann í botnbaráttunni en Fjarðarbyggð leikur gegn toppliði KA í dag á meðan HK mætir Haukum á mánudaginn.
Seyðfirðingar nældu í mikilvægt stig í Breiðholti
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
