Stan „The man“ Wawrinka elsti sigurvegarinn á US Open í 46 ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:30 Stan Wawrinka með sigurlaunin í nótt en auk bikarsins fékk hann 3,5 milljónir dala. vísir/getty Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans. Tennis Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans.
Tennis Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira