Fjórar vafasamar ákvarðanir dómarans í Árbænum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 11:00 Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00