Rodgers: Suárez er besti framherji heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 09:30 Brendan Rodgers og Luis Suárez voru góðir saman hjá Liverpool. vísir/getty Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30
Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00