Suárez komið að fleirum mörkum en Messi og Ronaldo í fyrstu 100 leikjunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 11:30 Luis Suárez hefur fagnað mikið af mörkum. vísir/getty Luis Suárez kom inn á sem varamaður hjá Barcelona þegar Spánarmeistararnir töpuðu afar óvænt fyrir nýliðum Alavés, 2-1, á laugardaginn. Hann gat ekki komið í veg fyrir þetta neyðarlega tap í sínum 100. leik fyrir Katalóníurisann. Þrátt fyrir að skora ekki í leiknum er árangur þessa ótrúlega framherja með ólíkindum í fyrstu 100 leikjunum en hann hefur í heildina komið að 131 marki. Suárez er búinn að skora 88 mörk sjálfur í fyrstu 100 leikjunum og leggja upp önnur 43. Suárez hefur aðeins tapað tólf sinnum í fyrstu 100 leikjunum en unnið 80 af þeim og unnið spænsku deildina í tvígang og Meistaradeildina einu sinni.mynd/sky sportsÚrúgvæinn hefur komið að fleiri mörkum í fyrstu 100 leikjunum en bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gerðu á Spáni. Ronaldo skoraði vissulega meira eða 95 í fyrstu 100 leikjunum en lagði upp 29 og átti þannig beinan þátt í 124 mörkum. Lionel Messi skoraði 41 mark og lagði upp 14 (55 í heildina) í fyrstu 100 leikjunum og er þar langt á eftir Suárez. „Hann er langbesta nían í heiminum í dag,“ sagði Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Barcelona, um Suárez á Sky Sports í gær en Frakkinn er mikill aðdáandi. „Áttatíu mörk og 43 stoðsendingar í 100 leikjum. Maðurinn er búinn að eiga þátt í 131 marki. Hvar hafið þið séð framherja gera þetta?“ „Suárez er besti mannlegi leikmaðurinn. Ég tel Messi og Ronaldo ekki með ví þeir eru frík. Það þarf ekkert að ræða þetta frekar. Suárez er besti framherji heims,“ sagði Thierry Henry. Spænski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Luis Suárez kom inn á sem varamaður hjá Barcelona þegar Spánarmeistararnir töpuðu afar óvænt fyrir nýliðum Alavés, 2-1, á laugardaginn. Hann gat ekki komið í veg fyrir þetta neyðarlega tap í sínum 100. leik fyrir Katalóníurisann. Þrátt fyrir að skora ekki í leiknum er árangur þessa ótrúlega framherja með ólíkindum í fyrstu 100 leikjunum en hann hefur í heildina komið að 131 marki. Suárez er búinn að skora 88 mörk sjálfur í fyrstu 100 leikjunum og leggja upp önnur 43. Suárez hefur aðeins tapað tólf sinnum í fyrstu 100 leikjunum en unnið 80 af þeim og unnið spænsku deildina í tvígang og Meistaradeildina einu sinni.mynd/sky sportsÚrúgvæinn hefur komið að fleiri mörkum í fyrstu 100 leikjunum en bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gerðu á Spáni. Ronaldo skoraði vissulega meira eða 95 í fyrstu 100 leikjunum en lagði upp 29 og átti þannig beinan þátt í 124 mörkum. Lionel Messi skoraði 41 mark og lagði upp 14 (55 í heildina) í fyrstu 100 leikjunum og er þar langt á eftir Suárez. „Hann er langbesta nían í heiminum í dag,“ sagði Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Barcelona, um Suárez á Sky Sports í gær en Frakkinn er mikill aðdáandi. „Áttatíu mörk og 43 stoðsendingar í 100 leikjum. Maðurinn er búinn að eiga þátt í 131 marki. Hvar hafið þið séð framherja gera þetta?“ „Suárez er besti mannlegi leikmaðurinn. Ég tel Messi og Ronaldo ekki með ví þeir eru frík. Það þarf ekkert að ræða þetta frekar. Suárez er besti framherji heims,“ sagði Thierry Henry.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira