Íhugar varaformannsframboð Snærós Sindradóttir skrifar 14. september 2016 06:30 Gunnar Bragi Sveinsson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni í apríl á þessu ári. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé í betri höndum undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns. vísir/ernir „Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55