Íhugar varaformannsframboð Snærós Sindradóttir skrifar 14. september 2016 06:30 Gunnar Bragi Sveinsson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni í apríl á þessu ári. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé í betri höndum undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns. vísir/ernir „Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
„Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55