Ferðamaðurinn segist hafa verið nakinn því honum var heitt og með magaverk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:27 Meint brot mannsins átti sér stað á Selfossi. vísir/pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11