Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 19:15 Sauðfjárbóndi á sunnanverðum Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi á sama svæði segist heldur ekki koma vel út og kvartar undan óvæginni umræðu „sérfræðinganna" fyrir sunnan. Á Núpi á Berufjarðarströnd reka hjónin Vilborg Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson eitt nythæsta kúabú landsins með um eitthundrað mjólkandi kúm en eru jafnframt með sauðfé. Þau hafa reiknað út áhrif nýja búvörusamningsins: „Við settum inn í reiknilíkan okkar rekstur og það er ekkert að koma vel út úr þessum nýja samningi,“ segir Björgvin. Hann segir þetta bæði eiga við um sauðfjár- og kúahlutann. Í Fossárdal við Berufjörð reka hjónin Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson eitt af stærri sauðfjárbúum Austurlands með um sexhundruð fjár. Þau hlutu landbúnaðarverðlaunin fyrir tveimur árum fyrir fyrirmyndarbúskap en sjá nú fram á versnandi hag. „Við höfum ekki þurft að kvarta núna allra síðustu ár en með nýjum samningum munu tekjurnar hjá okkur lækka verulega þegar líður á samningstímann,“ segir Hafliði. Bændurnir í Fossárdal við Berufjörð, Hafliði Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Spurð hvort þetta ógni byggðinni svarar Guðný Gréta: „Örugglega einhversstaðar á landinu. En maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni,“ segir hún. „Það fer allt eftir því hvort tekst að selja kjötið okkar erlendis á mörkuðum, - borgandi mörkuðum,“ segir Hafliði. Á Berufjarðarströnd finnst bændum umræðan ósanngjörn. „Mér finnst umræðan stundum óvægin á köflum. Mér finnst þeir ekki nógu öflugir, okkar menn, að svara fyrir okkur. Við kannski þurfum að gera það bara sjálfir,“ segir Björgvin á Núpi og bætir við: „Það er svo mikið af svona sérfræðingum sem geta talað um allt, þó að þeir hafi ekkert vit á því. Þeir safnast ótrúlega oft þarna fyrir sunnan. Of oft, held ég.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Sauðfjárbóndi á sunnanverðum Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi á sama svæði segist heldur ekki koma vel út og kvartar undan óvæginni umræðu „sérfræðinganna" fyrir sunnan. Á Núpi á Berufjarðarströnd reka hjónin Vilborg Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson eitt nythæsta kúabú landsins með um eitthundrað mjólkandi kúm en eru jafnframt með sauðfé. Þau hafa reiknað út áhrif nýja búvörusamningsins: „Við settum inn í reiknilíkan okkar rekstur og það er ekkert að koma vel út úr þessum nýja samningi,“ segir Björgvin. Hann segir þetta bæði eiga við um sauðfjár- og kúahlutann. Í Fossárdal við Berufjörð reka hjónin Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson eitt af stærri sauðfjárbúum Austurlands með um sexhundruð fjár. Þau hlutu landbúnaðarverðlaunin fyrir tveimur árum fyrir fyrirmyndarbúskap en sjá nú fram á versnandi hag. „Við höfum ekki þurft að kvarta núna allra síðustu ár en með nýjum samningum munu tekjurnar hjá okkur lækka verulega þegar líður á samningstímann,“ segir Hafliði. Bændurnir í Fossárdal við Berufjörð, Hafliði Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Spurð hvort þetta ógni byggðinni svarar Guðný Gréta: „Örugglega einhversstaðar á landinu. En maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni,“ segir hún. „Það fer allt eftir því hvort tekst að selja kjötið okkar erlendis á mörkuðum, - borgandi mörkuðum,“ segir Hafliði. Á Berufjarðarströnd finnst bændum umræðan ósanngjörn. „Mér finnst umræðan stundum óvægin á köflum. Mér finnst þeir ekki nógu öflugir, okkar menn, að svara fyrir okkur. Við kannski þurfum að gera það bara sjálfir,“ segir Björgvin á Núpi og bætir við: „Það er svo mikið af svona sérfræðingum sem geta talað um allt, þó að þeir hafi ekkert vit á því. Þeir safnast ótrúlega oft þarna fyrir sunnan. Of oft, held ég.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54