Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, vildi ekki að Sveinn Aron Guðjohnsen færi í viðtöl við fjölmiðla eftir leik liðsins gegn Breiðabliki í kvöld.
Sveinn Aron lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í Pepsi-deild karla í kvöld.
Blaðamaður Vísis óskaði eftir því að fá að ræða við Svein Aron eftir leikinn í kvöld en Ólafur hafnaði þeim á þeim forsendum að hann vildi vernda Svein Aron.
Sveinn Aron er átján ára en faðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt.
