Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2016 22:02 Álagið á kínverska bankakerfið sagt þrefalt yfir hættumörkum. Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit. Brexit Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit.
Brexit Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira