Sport

Tyson stal ís á US Open

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson er kóngurinn á US Open.
Tyson er kóngurinn á US Open. vísir/getty
Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson hefur verið að fylgjast með US Open tennismótinu í New York og hefur þegar tekist að stela senunni.

Dóttir hans spilar tennis og hún hefur dregið pabba gamla með sér á mótið.

Tyson er ekki bara áhugamaður um tennis heldur er hann líka mikill ísmaður. Hver er það ekki? Þar sem Mike Tyson er jú Mike Tyson þá borgar hann ekkert fyrir ísinn.

Tyson fór nefnilega og greip sér ís fyrir framan fjölda fólks og enginn gerði neitt.

„Ég hélt ég væri að ímynda mér þetta. Þetta var eins og Tyson hefði sagt við sjálfan sig, mig langar í ís og því tek ég mér bara ís. Hvað ætlar fólk að gera? Slást við hann? Þetta er Mike Tyson,“ sagði vitni að ísþjófnaðinum.

Stúlkan sem var að vinna á ísbarnum spurði yfirmann sinn að því hvað hún ætti eiginlega að gera?

„Oh, þetta er Mike Tyson. Við gerum ekkert í þessu,“ sagði yfirmaðurinn silkislakur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×