Fyrrverandi unglingastjarna Liverpool keppir á Ólympíumóti fatlaðra Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 12:30 Sean Highdale var á mála hjá Liverpool áður en hann lenti í bílslysi. vísir/getty Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira