Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:00 Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30
Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45