Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 11:53 Heimir Hallgrímsson er orðinn einn aðalþjálfari Íslands. vísir/getty Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Íslenska liðið er búið að vera lengur saman en oft áður fyrir leik í undankeppni en það kaus að spila ekki vináttuleik heldur æfa saman í Frankfurt í nokkra daga áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig „Stemningin er góð. Það er búið að fara vel um okkur. Þetta hefur verið afslappaðri undirbúningur en oft áður sem var tilgangurinn. Annars hefur nánast allt gengið upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi Íslands í morgun. Heimir og strákarnir urðu fyrir áfalli á föstudaginn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er lang markahæstur núverandi hóps.Kolbeinn verður ekki með.vísir/gettyEngu breytt „Við breytum engu þó við missum Kolbein úr liðinu. Við spilum eins og við lögðum upp með sama hvort hann væri með eða ekki,“ sagði Heimir ákveðinn, en hvernig er mótherjinn? „Úkraínska liðið er með mjög góða leikmenn sem spila í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þeir spila margir með sama liði þannig þeir þekkjast vel. Þeir leggja mikið á sig og eru agaðir.“ „Ég veit að stuðningsmenn Úkraínu voru óánægðir með gengið á EM en liðið spilaði mjög vel þar þó úrslitin féllu ekki með því. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um úkraínska liðið,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem Heimir stýrir sem aðalþjálfari íslenska landsliðsins án Lars Lagerbäcks. Breytingarnar verða ekki miklar á spilamennskunni fyrst um sinn. „Við vinnum alveg eins og núna og við höfum gert síðustu fjögur árin. Ég er heppinn að hafa lært af Lars síðustu fjögur ár. Við höldum bara áfram að gera það sama sem virðist hafa virkað fyrir Ísland,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Íslenska liðið er búið að vera lengur saman en oft áður fyrir leik í undankeppni en það kaus að spila ekki vináttuleik heldur æfa saman í Frankfurt í nokkra daga áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig „Stemningin er góð. Það er búið að fara vel um okkur. Þetta hefur verið afslappaðri undirbúningur en oft áður sem var tilgangurinn. Annars hefur nánast allt gengið upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi Íslands í morgun. Heimir og strákarnir urðu fyrir áfalli á föstudaginn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er lang markahæstur núverandi hóps.Kolbeinn verður ekki með.vísir/gettyEngu breytt „Við breytum engu þó við missum Kolbein úr liðinu. Við spilum eins og við lögðum upp með sama hvort hann væri með eða ekki,“ sagði Heimir ákveðinn, en hvernig er mótherjinn? „Úkraínska liðið er með mjög góða leikmenn sem spila í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þeir spila margir með sama liði þannig þeir þekkjast vel. Þeir leggja mikið á sig og eru agaðir.“ „Ég veit að stuðningsmenn Úkraínu voru óánægðir með gengið á EM en liðið spilaði mjög vel þar þó úrslitin féllu ekki með því. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um úkraínska liðið,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem Heimir stýrir sem aðalþjálfari íslenska landsliðsins án Lars Lagerbäcks. Breytingarnar verða ekki miklar á spilamennskunni fyrst um sinn. „Við vinnum alveg eins og núna og við höfum gert síðustu fjögur árin. Ég er heppinn að hafa lært af Lars síðustu fjögur ár. Við höldum bara áfram að gera það sama sem virðist hafa virkað fyrir Ísland,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15