Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 12:06 Aron Einar Gunnarsson leiðir Ísland út á völlinn í Kænugarði á morgun. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var léttur og yfirvegaður á blaðamannafundi Íslands í Kænugarði í morgun þar sem strákarnir okkar hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld. Fyrsti mótherjinn er Úkraína en leikið verður á tómum Ólympíuvellinum í Kænugarði. Strákarnir spiluðu ekki vináttuleik heldur æfðu saman í Frankfurt áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað „Þetta er búið að vera afslappað og æfingarnar góðar og snarpar. Það er verið að koma mönnum í gang aftur eftir langt og strembið sumar. Nú er verið að koma mönnum í gírinn fyrir komandi undankeppni,“ sagði Aron Einar. Ísland verður án aðal markaskorarans, Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur og getur ekki tekið þátt. Kolbeinn er algjör lykilmaður í uppspili íslenska liðsins og lang markahæstur í núverandi hóp.Aron Einar ræðir við Björn Kupiers á EM.vísir/gettyAllt small á EM „Auðvitað er vont að missa Kolbein úr liðinu. Hann er varafyrirliðinn og góður leikmaður sem stóð sig vel á EM. Svona er þetta bara en maður kemur í manns stað. Hinir framherjarnir okkar hafa unnið hörðum höndum að því að komast í liðið þannig nú fá þeir tækifæri til að berjast fyrir sæti í liðinu,“ sagði Aron Einarþ „Samkeppnin er mikil í liðinu sem er heilbrigt. Ég veit það fyrir víst að hinir framherjarnir eru tilbúnir og klárir að spila vel fyrir liðið.“ Eins og svo margir aðrir blaðamenn vildu þeir úkraínsku vita hvernig í ósköpunum strákarnir okkar náðu þessum rosalega árangri á EM í sumar þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. „Það small eiginlega allt saman þegar við komum til Frakklands,“ sagði Aron Einar og sagði áhugaverða smásögu af einni æfingu rétt fyrir mót. „Við vorum á æfingu fyrir EM þar sem við vorum að æfa varnarleikinn og eftir æfinguna kom einn af reyndustu leikmönnum varnarmönnum liðsins til mín og sagði að hann hefði fundið fyrir því að eitthvað hefði smollið.“ „Svo gekk allt okkur í haginn. Stuðningsmennirnir voru frábærir og leikmennirnir lögðu mikið á sig, meira að segja þeir sem spiluðu ekkert. Það er erfitt að útskýra þetta en þegar allir róa í sömu átt er hægt að gera góða hluti og það er nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar geta spilað mun betur en á EM þar sem liðið sló í gegn. 2. september 2016 10:30 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var léttur og yfirvegaður á blaðamannafundi Íslands í Kænugarði í morgun þar sem strákarnir okkar hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld. Fyrsti mótherjinn er Úkraína en leikið verður á tómum Ólympíuvellinum í Kænugarði. Strákarnir spiluðu ekki vináttuleik heldur æfðu saman í Frankfurt áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað „Þetta er búið að vera afslappað og æfingarnar góðar og snarpar. Það er verið að koma mönnum í gang aftur eftir langt og strembið sumar. Nú er verið að koma mönnum í gírinn fyrir komandi undankeppni,“ sagði Aron Einar. Ísland verður án aðal markaskorarans, Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur og getur ekki tekið þátt. Kolbeinn er algjör lykilmaður í uppspili íslenska liðsins og lang markahæstur í núverandi hóp.Aron Einar ræðir við Björn Kupiers á EM.vísir/gettyAllt small á EM „Auðvitað er vont að missa Kolbein úr liðinu. Hann er varafyrirliðinn og góður leikmaður sem stóð sig vel á EM. Svona er þetta bara en maður kemur í manns stað. Hinir framherjarnir okkar hafa unnið hörðum höndum að því að komast í liðið þannig nú fá þeir tækifæri til að berjast fyrir sæti í liðinu,“ sagði Aron Einarþ „Samkeppnin er mikil í liðinu sem er heilbrigt. Ég veit það fyrir víst að hinir framherjarnir eru tilbúnir og klárir að spila vel fyrir liðið.“ Eins og svo margir aðrir blaðamenn vildu þeir úkraínsku vita hvernig í ósköpunum strákarnir okkar náðu þessum rosalega árangri á EM í sumar þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. „Það small eiginlega allt saman þegar við komum til Frakklands,“ sagði Aron Einar og sagði áhugaverða smásögu af einni æfingu rétt fyrir mót. „Við vorum á æfingu fyrir EM þar sem við vorum að æfa varnarleikinn og eftir æfinguna kom einn af reyndustu leikmönnum varnarmönnum liðsins til mín og sagði að hann hefði fundið fyrir því að eitthvað hefði smollið.“ „Svo gekk allt okkur í haginn. Stuðningsmennirnir voru frábærir og leikmennirnir lögðu mikið á sig, meira að segja þeir sem spiluðu ekkert. Það er erfitt að útskýra þetta en þegar allir róa í sömu átt er hægt að gera góða hluti og það er nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar geta spilað mun betur en á EM þar sem liðið sló í gegn. 2. september 2016 10:30 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53
Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar geta spilað mun betur en á EM þar sem liðið sló í gegn. 2. september 2016 10:30
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15