Mótmæli gegn nautaati á Spáni Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2016 13:04 Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun