Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en Justin Bieber lenti þar um klukkan 12. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi.
Bieber á sér gríðarlega stóran aðdáendahóp og á meðal þeirra eru einhverjir sem ekki geta beðið eftir að berja goðið augum Kórnum þar sem margir mættu á Reykjavíkurflugvöll til að fylgjast með þegar þotan lenti. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum telur að um 100 manns séu við Reykjavíkurflugvöll til að fylgjast með komu söngvarans.
Poppstjarnan kom út úr vélinni um klukkan 12:30 en áður var búið að tína farangur úr henni. Þar á meðal voru hjólabretti, brimbretti, íshokkíkylfur og gítar.
Vísir var með beina útsendingu frá Reykjavíkurflugvelli þegar Bieber lenti og verður hægt að sjá útsendinguna í heild sinni hér á vefnum innan skamms.
Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum

Tengdar fréttir

Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana
Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni.

Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu
Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag.

Justin Bieber kominn til Íslands
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er lentur en hann kom til landsins snemma í morgun.