Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2016 20:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30