Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson segir að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sé á móti aðild að Evrópusambandinu og eigi samleið með kjósendum um þá stefnu. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30