Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson segir að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sé á móti aðild að Evrópusambandinu og eigi samleið með kjósendum um þá stefnu. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30