Nýjar Playstation tölvur á leiðinni Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 23:26 Frá kynningu Sony í dag. Vísir/AFP Sony kynnti í kvöld nýjar útgáfur af Playstation 4 leikjatölvu sinni sem koma á markaði á næstu mánuðum. Um er að ræða þynnri útgáfu af PS4 sem og uppfærða útgáfu. Þynnri tölvan verður gefin út þann 15. september og sú uppfærða, sem heitir Playstation Pro, og kemur á markaði þann 10. nóvember. Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.PS Pro er ekki ætlað að leysa upprunalegu PS4 af hólmi og verða allar þrjár útgáfurnar samhliða í sölu. Margir leikir, en ekki er vitað hve margir, munu bjóða upp á betri grafík séu þeir spilaðir í PS Pro. Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar. Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.) Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan. Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Sony kynnti í kvöld nýjar útgáfur af Playstation 4 leikjatölvu sinni sem koma á markaði á næstu mánuðum. Um er að ræða þynnri útgáfu af PS4 sem og uppfærða útgáfu. Þynnri tölvan verður gefin út þann 15. september og sú uppfærða, sem heitir Playstation Pro, og kemur á markaði þann 10. nóvember. Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.PS Pro er ekki ætlað að leysa upprunalegu PS4 af hólmi og verða allar þrjár útgáfurnar samhliða í sölu. Margir leikir, en ekki er vitað hve margir, munu bjóða upp á betri grafík séu þeir spilaðir í PS Pro. Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar. Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.) Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan.
Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira