Trump lofaði Pútín í hástert Atli ísleifsson skrifar 8. september 2016 08:27 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira