Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 14:11 Erna Solberg setti inn færslu á Facebook sem var eytt út af Facebook. Mynd/Samsett Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN. Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN.
Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45