„Veruleg afstöðubreyting“ í fíkniefnamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 20:44 „Hér er um að ræða verulega afstöðubreytingu,“ segir Borgar Þór Einarsson formaður nefndar heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Nefndin leggur meðal annars til að refsing fyrir vörslu fíkniefna verði bundin við fésektir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skilaði Alþingi í dag skýrslunni.Tillögur nefndarinnar byggja á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Borgar Þór fór yfir nokkur atriði upp úr skýrslu nefndarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Tillaga um að afnema fangelsisrefsingar er hugsuð sem skaðaminnkandi tillaga,“ sagði Borgar Þór. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru meðal annars þessar:Lagt er til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni og þeim verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.Lagt er til að reglum um sakaskrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lögum um ávana og fíkniefni verði afnumin. Í því felst að brot sem einungis sæta sekt eru ekki skráð á sakaskrá frekar en önnur sektarbrot.Lagt er til að fellt verði úr umferðarlögum ákvæði þess efnis að mæling á tilvist ávana- og fíkniefna „í þvagi“ ökumanns geti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar og það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni.Einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu.Sjá viðtal við Borgar Þór Einarsson í myndskeiði. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Hér er um að ræða verulega afstöðubreytingu,“ segir Borgar Þór Einarsson formaður nefndar heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Nefndin leggur meðal annars til að refsing fyrir vörslu fíkniefna verði bundin við fésektir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skilaði Alþingi í dag skýrslunni.Tillögur nefndarinnar byggja á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Borgar Þór fór yfir nokkur atriði upp úr skýrslu nefndarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Tillaga um að afnema fangelsisrefsingar er hugsuð sem skaðaminnkandi tillaga,“ sagði Borgar Þór. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru meðal annars þessar:Lagt er til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni og þeim verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.Lagt er til að reglum um sakaskrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lögum um ávana og fíkniefni verði afnumin. Í því felst að brot sem einungis sæta sekt eru ekki skráð á sakaskrá frekar en önnur sektarbrot.Lagt er til að fellt verði úr umferðarlögum ákvæði þess efnis að mæling á tilvist ávana- og fíkniefna „í þvagi“ ökumanns geti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar og það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni.Einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu.Sjá viðtal við Borgar Þór Einarsson í myndskeiði.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira