Áfengissala ekki aukist meira frá hruni 30. ágúst 2016 10:00 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna, segir umræðuna um afnám einkasölu ríkisins á áfengi hafa þroskast mikið undanfarið. Velta Vínbúðanna nam tæpum 30 milljörðum króna í fyrra. Þar af voru tæpir tíu milljarðar af sölu tóbaks. Verslanirnar eru fimmtíu talsins og 350 starfsmenn eru á launaskrá, þar af um 200 fastráðnir. Á hverju ári skilar fyrirtækið eiganda sínum, íslenska ríkinu, á bilinu 1.000-1.500 milljónum króna í arð. En þrátt fyrir þessi miklu umsvif er varan sem verslað er með, áfengi og tóbak, hálfgert tabú í íslensku samfélagi. Og eðli málsins samkvæmt setur það svip sinn á rekstur fyrirtækisins og markaðsstarf. „Í grunninn byggir okkar markaðsstarf á allt öðrum sjónarmiðum en í frjálsri samkeppni þar sem markaðurinn leitast við að selja sem mest og hámarka hagnað eigendanna. Okkar starfsemi gengur ekkert út á það. Það er engin áhersla á að selja meira,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Hún segir að markaðsstarfið snúist fyrst og fremst um fræðslu og samfélagsábyrgð. Vínbúðirnar eru fimmtíu talsins, þar af eru þrettán á höfuðborgarsvæðinu. „Við lítum á það sem samfélagslega ábyrgð að þjónusta eins vel og við getum alla landsmenn en getum ekki verið alls staðar og minnstu verslanir úti á landi eru oft í litlu plássi og með takmarkað vöruúrval. En við reynum að þjóna tilganginum,“ segir Sigrún Ósk.Sölukippur í ár Sigrún Ósk segir að áfengissala sé að aukast. „Hún minnkaði í kjölfarið á hruninu og seldum lítrum fækkaði þá. En frá 2012 hefur verið hægur vöxtur,“ segir Sigrún Ósk. Á árinu 2014 nam aukningin þremur prósentum og tveimur prósentum árið 2015. „En núna stefnir í að það sé meiri vöxtur á milli ára en við höfum séð lengi og það sem af er ári er um fimm prósent aukning í seldu áfengi,“ segir Sigrún Ósk. Hún segist enga skýringu hafa á söluaukningunni. „Þú getur séð þetta í samhengi við bættan efnahag. Fjölgun ferðamanna hefur líka eitthvað að segja,“ segir Sigrún Ósk. Hún tekur þó fram að Vínbúðirnar eigi engar tölur um ferðamenn sem sýni þróun á milli ára. Hún segir þó að í sumum verslunum, einkum á Suðurlandi, hafi menn fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Sigrún Ósk segir að það hafi orðið talsverð þróun á framboði af innlendum vörum undanfarið. Þróunin er mest í bjór. „Það hafa verið að koma brugghús sem þekktust ekki hérna áður fyrr. Þar er mikið að gerast,“ segir Sigrún Ósk. Hún segir að um 70-80 prósent af seldum vörum vínbúðanna sé bjór og sterkt áfengi sé mjög lítið hlutfall af seldum vörum. Eitt af hlutverkum Vínbúðanna er að framleiða íslenskt neftóbak. Þótt neysla reyktóbaks sé að dragast saman um þessar mundir er neyslan á íslensku neftóbaki að aukast. Árið 2006 seldust rétt tæplega 15 tonn. Tíu árum síðar, árið 2015, nam salan 35 tonnum. Það sem af er ári hefur salan aukist um sjö prósent. Sigrún Ósk segir Vínbúðirnar hafa áhyggjur af þessu og vera í sambandi við velferðarráðuneytið vegna þessa. „Við höfum lengi bent fjármálaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu á þetta. Landlæknir gerði rannsókn og niðurstaðan varð það sem allir vissu, að nú er neftóbak tekið í vör,“ segir Sigrún Ósk. Hún segir að í ljósi þess að munntóbak sé bannað hér á landi, en menn noti íslenska neftóbakið sem munntóbak, þurfi að taka ákvörðun um það hvort hætta eigi framleiðslu neftóbaksins. En þá ákvörðun þurfi stjórnvöld að taka. „Við störfum í samræmi við þær reglur sem gilda núna um nef- og munntóbak. En við teljum mjög brýnt að stjórnvöld taki afstöðu og hugsanlega leyfi allt eða banni allt. Það eru möguleikar. Það er líka hægt að halda þessu óbreyttu,“ segir Sigrún Ósk. Hún bendir líka á að ein leiðin sem ríkið geti farið sé skattlagning. „Við viljum bara að ríkið taki afstöðu.“Áhyggjufullt starfsfólk Umræðan um afnám ríkisins á einkasölu áfengis hefur verið fyrirferðarmikil síðustu ár. Í ársskýrslu Vínbúðanna fyrir árið 2015 víkur forstjórinn að þessari umræðu. Þar segir hann að frumvarp, sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram hafi valdið starfsfólki hugarangri. Ástæðan er sú að frumvarpið geri ráð fyrir því að öll áfengissala flytjist frá Vínbúðunum til einkaaðila og vínbúðunum verði lokað. „Við höfum auðvitað alltaf gengið út frá því að þetta væri ákvörðun þingsins. En við höfum sagt í okkar umsögnum að ef að menn ætla að afnema einkasölufyrirkomulagið þá verði menn að skoða alla fleti,“ segir Sigrún Ósk. Eðli málsins samkvæmt vilji einkafyrirtæki selja sem mest og hámarka hagnað. Þessi þáttur sé ekki ríkjandi hjá ríkisrekinni verslun með einkarétt á sölu áfengis. „Það er engin söluhvetjandi starfsemi hjá okkur. Það eru ekki tilboð og það eru ekki afslættir.“ Hún bendir á að rannsóknir sýni að afnám einkasölufyrirkomulags myndi leiða til meiri neyslu, en menn hafi ekki verið sammála um hvort sú aukning sé til langs tíma eða einungis til skemmri tíma. Það þurfi að taka tillit til þessara þátta. Sigrún Ósk játar því að starfsmenn hafi tekið umræðuna inn á sig. „Starfsfólk hefur eðlilega áhyggjur af framtíð sinni, kannski sérstaklega þeir sem hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu,“ segir hún. Fólk óttist því um störf sín. En Sigrún segir jafnframt að starfsmenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi. „Og það sem við sjáum eftir þessa umræðu er að fólk hefur tekið afstöðu með einkasölufyrirkomulaginu,“ segir hún og bendir á að samkvæmt könnunum séu einungis 14% óánægð með einkasölufyrirkomulagið. „Við erum búin að hafa þetta fyrirkomulag síðan 1922 og það er ekkert óeðlilegt að umræðan sé tekin.“Umræðan orðin innihaldsríkari Sigrún Ósk segir umræðuna um þetta málefni vera orðna miklu betri og innihaldsríkari. „Allavega síðasta haust. Þá var hún miklu breiðari. Menn fóru að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefði á samfélagið, hvaða áhrif þetta hefði á neyslu, hvort þetta myndi hafa áhrif á aðgengi ungs fólks, hvaða áhrif þetta hefði á auglýsingabannið,“ segir Sigrún og bendir á að áfengisframleiðendur og áfengisbirgjar hafi lýst því yfir að ef samkeppni yrði í áfengissölu þá væri óeðlilegt að viðhalda auglýsingabanni á áfengi. „En á endanum er það þingsins að ákveða þetta og á meðan annað er ekki ákveðið þá tökum við hlutverk okkar alvarlega,“ segir Sigrún Ósk. Sigrún Ósk segir að stærsta áskorun starfsfólks Vínbúðanna sé að reka fyrirtækið í sátt við samfélagið. „Við gerum okkur grein fyrir því að viðskiptavinirnir geta ekki farið annað og þess vegna er enn þá mikilvægara að þeir fái góða þjónustu og góð þjónusta og samfélagsleg ábyrgð er það sem við fókusum á,“ segir Sigrún Ósk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Velta Vínbúðanna nam tæpum 30 milljörðum króna í fyrra. Þar af voru tæpir tíu milljarðar af sölu tóbaks. Verslanirnar eru fimmtíu talsins og 350 starfsmenn eru á launaskrá, þar af um 200 fastráðnir. Á hverju ári skilar fyrirtækið eiganda sínum, íslenska ríkinu, á bilinu 1.000-1.500 milljónum króna í arð. En þrátt fyrir þessi miklu umsvif er varan sem verslað er með, áfengi og tóbak, hálfgert tabú í íslensku samfélagi. Og eðli málsins samkvæmt setur það svip sinn á rekstur fyrirtækisins og markaðsstarf. „Í grunninn byggir okkar markaðsstarf á allt öðrum sjónarmiðum en í frjálsri samkeppni þar sem markaðurinn leitast við að selja sem mest og hámarka hagnað eigendanna. Okkar starfsemi gengur ekkert út á það. Það er engin áhersla á að selja meira,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Hún segir að markaðsstarfið snúist fyrst og fremst um fræðslu og samfélagsábyrgð. Vínbúðirnar eru fimmtíu talsins, þar af eru þrettán á höfuðborgarsvæðinu. „Við lítum á það sem samfélagslega ábyrgð að þjónusta eins vel og við getum alla landsmenn en getum ekki verið alls staðar og minnstu verslanir úti á landi eru oft í litlu plássi og með takmarkað vöruúrval. En við reynum að þjóna tilganginum,“ segir Sigrún Ósk.Sölukippur í ár Sigrún Ósk segir að áfengissala sé að aukast. „Hún minnkaði í kjölfarið á hruninu og seldum lítrum fækkaði þá. En frá 2012 hefur verið hægur vöxtur,“ segir Sigrún Ósk. Á árinu 2014 nam aukningin þremur prósentum og tveimur prósentum árið 2015. „En núna stefnir í að það sé meiri vöxtur á milli ára en við höfum séð lengi og það sem af er ári er um fimm prósent aukning í seldu áfengi,“ segir Sigrún Ósk. Hún segist enga skýringu hafa á söluaukningunni. „Þú getur séð þetta í samhengi við bættan efnahag. Fjölgun ferðamanna hefur líka eitthvað að segja,“ segir Sigrún Ósk. Hún tekur þó fram að Vínbúðirnar eigi engar tölur um ferðamenn sem sýni þróun á milli ára. Hún segir þó að í sumum verslunum, einkum á Suðurlandi, hafi menn fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Sigrún Ósk segir að það hafi orðið talsverð þróun á framboði af innlendum vörum undanfarið. Þróunin er mest í bjór. „Það hafa verið að koma brugghús sem þekktust ekki hérna áður fyrr. Þar er mikið að gerast,“ segir Sigrún Ósk. Hún segir að um 70-80 prósent af seldum vörum vínbúðanna sé bjór og sterkt áfengi sé mjög lítið hlutfall af seldum vörum. Eitt af hlutverkum Vínbúðanna er að framleiða íslenskt neftóbak. Þótt neysla reyktóbaks sé að dragast saman um þessar mundir er neyslan á íslensku neftóbaki að aukast. Árið 2006 seldust rétt tæplega 15 tonn. Tíu árum síðar, árið 2015, nam salan 35 tonnum. Það sem af er ári hefur salan aukist um sjö prósent. Sigrún Ósk segir Vínbúðirnar hafa áhyggjur af þessu og vera í sambandi við velferðarráðuneytið vegna þessa. „Við höfum lengi bent fjármálaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu á þetta. Landlæknir gerði rannsókn og niðurstaðan varð það sem allir vissu, að nú er neftóbak tekið í vör,“ segir Sigrún Ósk. Hún segir að í ljósi þess að munntóbak sé bannað hér á landi, en menn noti íslenska neftóbakið sem munntóbak, þurfi að taka ákvörðun um það hvort hætta eigi framleiðslu neftóbaksins. En þá ákvörðun þurfi stjórnvöld að taka. „Við störfum í samræmi við þær reglur sem gilda núna um nef- og munntóbak. En við teljum mjög brýnt að stjórnvöld taki afstöðu og hugsanlega leyfi allt eða banni allt. Það eru möguleikar. Það er líka hægt að halda þessu óbreyttu,“ segir Sigrún Ósk. Hún bendir líka á að ein leiðin sem ríkið geti farið sé skattlagning. „Við viljum bara að ríkið taki afstöðu.“Áhyggjufullt starfsfólk Umræðan um afnám ríkisins á einkasölu áfengis hefur verið fyrirferðarmikil síðustu ár. Í ársskýrslu Vínbúðanna fyrir árið 2015 víkur forstjórinn að þessari umræðu. Þar segir hann að frumvarp, sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram hafi valdið starfsfólki hugarangri. Ástæðan er sú að frumvarpið geri ráð fyrir því að öll áfengissala flytjist frá Vínbúðunum til einkaaðila og vínbúðunum verði lokað. „Við höfum auðvitað alltaf gengið út frá því að þetta væri ákvörðun þingsins. En við höfum sagt í okkar umsögnum að ef að menn ætla að afnema einkasölufyrirkomulagið þá verði menn að skoða alla fleti,“ segir Sigrún Ósk. Eðli málsins samkvæmt vilji einkafyrirtæki selja sem mest og hámarka hagnað. Þessi þáttur sé ekki ríkjandi hjá ríkisrekinni verslun með einkarétt á sölu áfengis. „Það er engin söluhvetjandi starfsemi hjá okkur. Það eru ekki tilboð og það eru ekki afslættir.“ Hún bendir á að rannsóknir sýni að afnám einkasölufyrirkomulags myndi leiða til meiri neyslu, en menn hafi ekki verið sammála um hvort sú aukning sé til langs tíma eða einungis til skemmri tíma. Það þurfi að taka tillit til þessara þátta. Sigrún Ósk játar því að starfsmenn hafi tekið umræðuna inn á sig. „Starfsfólk hefur eðlilega áhyggjur af framtíð sinni, kannski sérstaklega þeir sem hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu,“ segir hún. Fólk óttist því um störf sín. En Sigrún segir jafnframt að starfsmenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi. „Og það sem við sjáum eftir þessa umræðu er að fólk hefur tekið afstöðu með einkasölufyrirkomulaginu,“ segir hún og bendir á að samkvæmt könnunum séu einungis 14% óánægð með einkasölufyrirkomulagið. „Við erum búin að hafa þetta fyrirkomulag síðan 1922 og það er ekkert óeðlilegt að umræðan sé tekin.“Umræðan orðin innihaldsríkari Sigrún Ósk segir umræðuna um þetta málefni vera orðna miklu betri og innihaldsríkari. „Allavega síðasta haust. Þá var hún miklu breiðari. Menn fóru að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefði á samfélagið, hvaða áhrif þetta hefði á neyslu, hvort þetta myndi hafa áhrif á aðgengi ungs fólks, hvaða áhrif þetta hefði á auglýsingabannið,“ segir Sigrún og bendir á að áfengisframleiðendur og áfengisbirgjar hafi lýst því yfir að ef samkeppni yrði í áfengissölu þá væri óeðlilegt að viðhalda auglýsingabanni á áfengi. „En á endanum er það þingsins að ákveða þetta og á meðan annað er ekki ákveðið þá tökum við hlutverk okkar alvarlega,“ segir Sigrún Ósk. Sigrún Ósk segir að stærsta áskorun starfsfólks Vínbúðanna sé að reka fyrirtækið í sátt við samfélagið. „Við gerum okkur grein fyrir því að viðskiptavinirnir geta ekki farið annað og þess vegna er enn þá mikilvægara að þeir fái góða þjónustu og góð þjónusta og samfélagsleg ábyrgð er það sem við fókusum á,“ segir Sigrún Ósk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira