Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2016 14:36 Íslenski leikjaframleiðandinn CCP ætlar að gera notendum kleift að spila leikinn EVE Online ókeypis. Leikurinn var fyrst gefinn út fyrir rúmum þrettán árum og er þetta í fyrsta sinn sem hægt verður að spila leikinn án þess að greiða mánaðarlegt gjald. Þeir sem spila leikinn munu þó ekki hafa aðgang að öllum möguleikum hans. Persónur þeirra spilara hafa ekki aðgang að sömu hæfileikum og sömu skipum og notendur sem greiða fyrir EVE. Breytingarnar munu taka gildi í nóvember. Allir spilarar leiksins spila í sama heimi, New Eden, og því hefur hver leikmaður áhrif á alla aðra. Í dagbók framleiðenda EVE , þar sem hægt er að lesa frekari upplýsingar um breytingarnar, segir að við ákvörðunin hefi verið tekin með hliðsjón af þeirri staðreynd að flóð af nýjum spilurum með fullan aðgang gæti hæglega haft slæmar afleiðingar. Allt frá því að vefþjónar gætu hrunið eða efnahagur söguheims EVE gæti lent í kröggum.Hér má sjá útskýringarmyndband frá CCP um hvernig breytingarnar verða. Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn CCP ætlar að gera notendum kleift að spila leikinn EVE Online ókeypis. Leikurinn var fyrst gefinn út fyrir rúmum þrettán árum og er þetta í fyrsta sinn sem hægt verður að spila leikinn án þess að greiða mánaðarlegt gjald. Þeir sem spila leikinn munu þó ekki hafa aðgang að öllum möguleikum hans. Persónur þeirra spilara hafa ekki aðgang að sömu hæfileikum og sömu skipum og notendur sem greiða fyrir EVE. Breytingarnar munu taka gildi í nóvember. Allir spilarar leiksins spila í sama heimi, New Eden, og því hefur hver leikmaður áhrif á alla aðra. Í dagbók framleiðenda EVE , þar sem hægt er að lesa frekari upplýsingar um breytingarnar, segir að við ákvörðunin hefi verið tekin með hliðsjón af þeirri staðreynd að flóð af nýjum spilurum með fullan aðgang gæti hæglega haft slæmar afleiðingar. Allt frá því að vefþjónar gætu hrunið eða efnahagur söguheims EVE gæti lent í kröggum.Hér má sjá útskýringarmyndband frá CCP um hvernig breytingarnar verða.
Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira