Hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. ágúst 2016 11:16 Það var ekki bara Valdimar sem hljóp til góðs í gær. Vísir/einkasafn Í gær hlupu hundruð manna og kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. Örfáir hlupu til þess að vinna. Sumir hlupu til þess að ögra sjálfum sér. Aðrir hlupu vegna þess að vinur eða ættingi plataði þá til þess. Enn fleiri hlupu bara til þess að fagna lífinu og vera með.Skorri RafnVísir/einkasafnHópur manna og kvenna hljóp þó til þess að vekja athygli á baráttu margra sem minna mega sín eða til þess að glæða vonarneista í þeim sem hafa glatað honum af einhverjum orsökum. Ár hvert er almenningi boðið að heita á hlaupara sem leggja erfiðið á sig í von um að safna peningum fyrir málefni eða samtök sem skipta þau máli. Fjöldamargir skráðu sig á vefsíðuna hlaupastyrkur í ár en fimm þeirra náðu að safna yfir milljón krónum fyrir sitt valda félag. Þetta eru hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins í gær. Skorri Rafn RafnssonÁheitakóngurinn í ár heitir Skorri Rafn Rafnsson. Hann hljóp 10 kílómetra og safnaði 3.615.500 kr. fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Dóttir hans greindist 11 mánaða gömul með heilaæxli og hefur verið í lyfjameðferð síðastliðna 7 mánuði. Þetta var hans leið til þess að þakka fyrir sig.Hilmir ásamt Þórdísi systur sinni.Hilmir Vilberg ArnarssonÞrátt fyrir að vera ungur að árum hljóp Hilmir Vilberg Arnarsson 10 kílómetra og safnaði 2.835.000 kr. fyrir styrktarsjóð Þórdísar systur sinnar sem hefur átt við veikindi að stríða. Lárus Guðmundur, eða Lalli.Vísir/einkasafnHún er með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, CMT4A, sem orsakast af göllum í genum úttaugakerfisins. Flestir með sjúkdómin eru bundnir við hjólastól við 10-20 ára aldur.Vísir ræddi við hinn 13 ára gamla Hilmi daginn fyrir hlaup en hann var að taka við keflinu frá eldri systur sinni. Hún hefur hlaupið fyrir styrktarsjóðinn síðastliðin þrjú ár en gat það ekki í þetta skiptið.Lárus Guðmundur Jónsson Lárus Guðmundur Jónsson hljóp hálfmaraþonið fyrir Bergmál. Bergmál er líknar- og vinafélag sem hlúir að blindum, krabbameinssjúkum og langveikum. Hann safnaði 1.848.075 kr. með framtaki sínu í gær. Þörf hefur verið á stækkun húsnæði samtakanna. Því hefur upphæðin sem safnaðist í gær verið dýrmæt.Baldvin gefst aldrei upp og náði einnig að hlaupa hálfmaraþonið undir tveimur tímum eins og hann ætlaði sér.Vísir/einkasafnBaldvin Rúnarsson Nokkru fyrir hlaupið fjallaði Vísir um Akureyringinn Baldvin Rúnarsson. Baldvin var þá efstur þeirra hlaupara sem búið var að heita á. Baldvin hljóp hálfmaraþonið á undir tveimur tímum í gær. Hann styrkti í leiðinni Krabbameinsfélag Akureyrar um 1.538.000 kr. Þar var hans leið að þakka fyrir sig. Hann hefur verið að berjast við heilaæxli sem hann greindist með fyrir þremur árum síðan. Baldvin sagði átakanlega sögu sína í viðtali við Vísi fyrir hlaup sem má lesa hér.Valdimar Guðmundsson Sá fimmti til þess að ná yfir milljónamarkið í gær var Valdimar Guðmundsson söngvari sem fór 10 kílómetrana í beinni útsendingu hér á Vísi. Sigur Valdimars var bæði persónulegur og öðrum góð hvatning. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði hann aldrei getað framkvæmt það sem hann gerði í gær vegna glímu sinnar við matarfíkn. Margir hafa þegar komið fram og sagt að Valdimar hafi verið sér hvatning í baráttunni við aukakílóin. Alþjóð fylgdist með Valdimar í undirbúningi og á meðan á göngu hans stóð í gær. Í leiðinni gerði hann sér lítið fyrir og safnaði 1.048.500 kr. fyrir Krabbameinsfélag Íslands.Myndbandið af þrautargöngu Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má sjá hér fyrir neðan.Samanlagt söfnuðu hlaupara yfir 95 milljónir í gegnum hlaupastyrk síðuna í ár. Ennþá er opið fyrir áheit á síðunni svo við má búast að þessi tala muni hækka eitthvað. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins. 17. ágúst 2016 10:00 Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. 17. ágúst 2016 09:00 Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“ Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. 16. ágúst 2016 10:08 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Í gær hlupu hundruð manna og kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. Örfáir hlupu til þess að vinna. Sumir hlupu til þess að ögra sjálfum sér. Aðrir hlupu vegna þess að vinur eða ættingi plataði þá til þess. Enn fleiri hlupu bara til þess að fagna lífinu og vera með.Skorri RafnVísir/einkasafnHópur manna og kvenna hljóp þó til þess að vekja athygli á baráttu margra sem minna mega sín eða til þess að glæða vonarneista í þeim sem hafa glatað honum af einhverjum orsökum. Ár hvert er almenningi boðið að heita á hlaupara sem leggja erfiðið á sig í von um að safna peningum fyrir málefni eða samtök sem skipta þau máli. Fjöldamargir skráðu sig á vefsíðuna hlaupastyrkur í ár en fimm þeirra náðu að safna yfir milljón krónum fyrir sitt valda félag. Þetta eru hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins í gær. Skorri Rafn RafnssonÁheitakóngurinn í ár heitir Skorri Rafn Rafnsson. Hann hljóp 10 kílómetra og safnaði 3.615.500 kr. fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Dóttir hans greindist 11 mánaða gömul með heilaæxli og hefur verið í lyfjameðferð síðastliðna 7 mánuði. Þetta var hans leið til þess að þakka fyrir sig.Hilmir ásamt Þórdísi systur sinni.Hilmir Vilberg ArnarssonÞrátt fyrir að vera ungur að árum hljóp Hilmir Vilberg Arnarsson 10 kílómetra og safnaði 2.835.000 kr. fyrir styrktarsjóð Þórdísar systur sinnar sem hefur átt við veikindi að stríða. Lárus Guðmundur, eða Lalli.Vísir/einkasafnHún er með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, CMT4A, sem orsakast af göllum í genum úttaugakerfisins. Flestir með sjúkdómin eru bundnir við hjólastól við 10-20 ára aldur.Vísir ræddi við hinn 13 ára gamla Hilmi daginn fyrir hlaup en hann var að taka við keflinu frá eldri systur sinni. Hún hefur hlaupið fyrir styrktarsjóðinn síðastliðin þrjú ár en gat það ekki í þetta skiptið.Lárus Guðmundur Jónsson Lárus Guðmundur Jónsson hljóp hálfmaraþonið fyrir Bergmál. Bergmál er líknar- og vinafélag sem hlúir að blindum, krabbameinssjúkum og langveikum. Hann safnaði 1.848.075 kr. með framtaki sínu í gær. Þörf hefur verið á stækkun húsnæði samtakanna. Því hefur upphæðin sem safnaðist í gær verið dýrmæt.Baldvin gefst aldrei upp og náði einnig að hlaupa hálfmaraþonið undir tveimur tímum eins og hann ætlaði sér.Vísir/einkasafnBaldvin Rúnarsson Nokkru fyrir hlaupið fjallaði Vísir um Akureyringinn Baldvin Rúnarsson. Baldvin var þá efstur þeirra hlaupara sem búið var að heita á. Baldvin hljóp hálfmaraþonið á undir tveimur tímum í gær. Hann styrkti í leiðinni Krabbameinsfélag Akureyrar um 1.538.000 kr. Þar var hans leið að þakka fyrir sig. Hann hefur verið að berjast við heilaæxli sem hann greindist með fyrir þremur árum síðan. Baldvin sagði átakanlega sögu sína í viðtali við Vísi fyrir hlaup sem má lesa hér.Valdimar Guðmundsson Sá fimmti til þess að ná yfir milljónamarkið í gær var Valdimar Guðmundsson söngvari sem fór 10 kílómetrana í beinni útsendingu hér á Vísi. Sigur Valdimars var bæði persónulegur og öðrum góð hvatning. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði hann aldrei getað framkvæmt það sem hann gerði í gær vegna glímu sinnar við matarfíkn. Margir hafa þegar komið fram og sagt að Valdimar hafi verið sér hvatning í baráttunni við aukakílóin. Alþjóð fylgdist með Valdimar í undirbúningi og á meðan á göngu hans stóð í gær. Í leiðinni gerði hann sér lítið fyrir og safnaði 1.048.500 kr. fyrir Krabbameinsfélag Íslands.Myndbandið af þrautargöngu Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má sjá hér fyrir neðan.Samanlagt söfnuðu hlaupara yfir 95 milljónir í gegnum hlaupastyrk síðuna í ár. Ennþá er opið fyrir áheit á síðunni svo við má búast að þessi tala muni hækka eitthvað.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins. 17. ágúst 2016 10:00 Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. 17. ágúst 2016 09:00 Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“ Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. 16. ágúst 2016 10:08 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins. 17. ágúst 2016 10:00
Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. 17. ágúst 2016 09:00
Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“ Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. 16. ágúst 2016 10:08