Höfnum Illugafrumvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar