
Kynbundnar kröfur
Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út.
Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.
Söluvara stjórnmálanna
Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju.
Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.
Þori ég, vil ég, get ég?
Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því.
Skoðun

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar