Endurreisum heilbrigðiskerfið Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á heilbrigðisþjónustu. Í dag er hlutur heilbrigðisþjónustu, bæði opinberra aðila og heimila um 8,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þetta hlutfall er lægra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Til að ná sama hlutfalli og gerist í hinum norrænu ríkjunum þarf það að hækka í a.m.k. í 10,5% af VLF. Ef heilbrigðisútgjöld væru um 10,5% af VLF væru þau um 35 milljörðum hærri en þau eru í dag. Það munar um minna. Það má skynja í umræðu í samfélaginu að vaxandi skilningur sé fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar en það skiptir máli hvernig hugsanleg aukning þarf að skila sér til heilbrigðismála. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu verði innan viðráðanlegra marka, þ.e. að heildarkostnaður einstaklings á ári verði ekki hindrun fyrir því að viðkomandi leiti til heilbrigðisþjónustu eða kaupi lyf. Þetta kallar á hagræðingu um leið og greitt verði fyrir ákveðna heilbrigðisþætti eins og sálfræðiþjónustu eða verkja- og sýklalyf sem í dag er fyrir utan greiðsluþátttöku ríkisins. Í öðru lagi þarf að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu ef ekki þurfi á bráðaþjónustu að halda. Það þarf að gera fólki kleift að fá sinn „heimilislækni“ á sinni heilsugæslustöð og ef læknir vísar fólki áfram til sérfræðings verði það því að kostnaðarlausu. Aftur á móti standi fólki til boða að leita beint til sérfræðilækna en þá þurfi að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu. Það þarf að auka þjónustusvið heilsugæslunnar á þann hátt að í boði verði þjónusta sjúkraþjálfa, sál-, næringar- og heilsufræðinga sem sinna viðkomandi varðandi hreyfingu og mataræði. Í þriðja lagi þarf að halda áfram með byggingaráætlanir á nýjum Landspítala við Hringbraut og setja kraft í framkvæmdir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis við að taka nýja spítalann í notkun, öllum landsmönnum til góða. Til viðbótar framkvæmdum við nýjan spítala þarf að tryggja fé til tækjakaupa þannig að spítalinn búi jafnan við bestu tæki sem í boði eru. Í fjórða lagi þarf að ráðast í byggingu á 80-100 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta gríðarlegri eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Vanræksla undanfarinna ára að bregðast við þessari þörf hefur haft þau áhrif að um 50 sjúklingar sem alla jafnan ættu að liggja í hjúkrunarrýmum liggja „rúmfastir“ í dýrum rýmum á Landspítalanum. Ástandið varðandi hjúkrunarrými er einna verst á höfuðborgarsvæðinu. Þessu til viðbótar þarf að þróa nýjar leiðir, eins og samræmda þjónustu ríkis og sveitarfélaga við að veita eldri borgurum kost á að búa sem lengst í heimahúsum eins og hægt er með þróaðri félags- og hjúkrunarþjónustu. Í fimmta lagi þarf að samræma betur sjúkraflutninga á landsvísu. Það eru margir aðilar sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi, t.d. sér slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á því svæði og starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vesturlandi sjá um sjúkraflutninga á því svæði. Í lofti sér Landhelgisgæslan um bráðaflutninga og stundum einnig almenna sjúkraflutninga en flestum sjúkraflutningum í lofti er sinnt af einkafyrirtæki sem á eina flugvél. Það er eðlilegt að skoða hvort hægt er að samræma sjúkraflutninga í landinu betur í ljósi bættra samgagna og breyttra aðstæðna. Flest ofangreindra atriða eru þess eðlis að þau kalla á meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustu. Það er í samræmi við vilja um 85 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir ákall um meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustu sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Ef hærra hlutfall af VLF (eins og kemur fram að ofan) myndi ganga eftir, myndi sú fjárhagslega styrking fara langleiðina með að fjármagna alla ofangreinda þætti sem ég hef nefnt. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á heilbrigðisþjónustu. Í dag er hlutur heilbrigðisþjónustu, bæði opinberra aðila og heimila um 8,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þetta hlutfall er lægra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Til að ná sama hlutfalli og gerist í hinum norrænu ríkjunum þarf það að hækka í a.m.k. í 10,5% af VLF. Ef heilbrigðisútgjöld væru um 10,5% af VLF væru þau um 35 milljörðum hærri en þau eru í dag. Það munar um minna. Það má skynja í umræðu í samfélaginu að vaxandi skilningur sé fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar en það skiptir máli hvernig hugsanleg aukning þarf að skila sér til heilbrigðismála. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu verði innan viðráðanlegra marka, þ.e. að heildarkostnaður einstaklings á ári verði ekki hindrun fyrir því að viðkomandi leiti til heilbrigðisþjónustu eða kaupi lyf. Þetta kallar á hagræðingu um leið og greitt verði fyrir ákveðna heilbrigðisþætti eins og sálfræðiþjónustu eða verkja- og sýklalyf sem í dag er fyrir utan greiðsluþátttöku ríkisins. Í öðru lagi þarf að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu ef ekki þurfi á bráðaþjónustu að halda. Það þarf að gera fólki kleift að fá sinn „heimilislækni“ á sinni heilsugæslustöð og ef læknir vísar fólki áfram til sérfræðings verði það því að kostnaðarlausu. Aftur á móti standi fólki til boða að leita beint til sérfræðilækna en þá þurfi að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu. Það þarf að auka þjónustusvið heilsugæslunnar á þann hátt að í boði verði þjónusta sjúkraþjálfa, sál-, næringar- og heilsufræðinga sem sinna viðkomandi varðandi hreyfingu og mataræði. Í þriðja lagi þarf að halda áfram með byggingaráætlanir á nýjum Landspítala við Hringbraut og setja kraft í framkvæmdir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis við að taka nýja spítalann í notkun, öllum landsmönnum til góða. Til viðbótar framkvæmdum við nýjan spítala þarf að tryggja fé til tækjakaupa þannig að spítalinn búi jafnan við bestu tæki sem í boði eru. Í fjórða lagi þarf að ráðast í byggingu á 80-100 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta gríðarlegri eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Vanræksla undanfarinna ára að bregðast við þessari þörf hefur haft þau áhrif að um 50 sjúklingar sem alla jafnan ættu að liggja í hjúkrunarrýmum liggja „rúmfastir“ í dýrum rýmum á Landspítalanum. Ástandið varðandi hjúkrunarrými er einna verst á höfuðborgarsvæðinu. Þessu til viðbótar þarf að þróa nýjar leiðir, eins og samræmda þjónustu ríkis og sveitarfélaga við að veita eldri borgurum kost á að búa sem lengst í heimahúsum eins og hægt er með þróaðri félags- og hjúkrunarþjónustu. Í fimmta lagi þarf að samræma betur sjúkraflutninga á landsvísu. Það eru margir aðilar sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi, t.d. sér slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á því svæði og starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vesturlandi sjá um sjúkraflutninga á því svæði. Í lofti sér Landhelgisgæslan um bráðaflutninga og stundum einnig almenna sjúkraflutninga en flestum sjúkraflutningum í lofti er sinnt af einkafyrirtæki sem á eina flugvél. Það er eðlilegt að skoða hvort hægt er að samræma sjúkraflutninga í landinu betur í ljósi bættra samgagna og breyttra aðstæðna. Flest ofangreindra atriða eru þess eðlis að þau kalla á meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustu. Það er í samræmi við vilja um 85 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir ákall um meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustu sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Ef hærra hlutfall af VLF (eins og kemur fram að ofan) myndi ganga eftir, myndi sú fjárhagslega styrking fara langleiðina með að fjármagna alla ofangreinda þætti sem ég hef nefnt. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun