Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2016 14:45 Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar í Filippseyjum. Vísir/EPA 1.916 manns hafa látið lífið eftir upphaf „átaks“ Rodrigo Duterte, nýskipaðs forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Yfirmaður lögreglunnar segir að 756 hafi verið drepnir af lögreglu og að hin morðin séu til rannsóknar. Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte sór embættiseið fyrir sjö vikum. Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar, sagði þingnefnd að það væri engin sérstök stefna að drepa fíkniefnanotendur og sölumenn. Duterte hefur hins vegar hvatt þegna sína til þess að drepa sölumenn sem streitast á móti við handtöku. Vopnuð gengi borgara hafa drepið fjölmarga sem taldir eru neyta fíkniefna eða selja þau. Duterte, sem hefur fengið viðurnefnið „Refsarinn“ (e. Punisher), hefur varað þingmenn gegn því að þvælast fyrir átaki sínu. Hann hefur sagt að þeir gætu látið lífið ef þeir hægðu á viðleitni hans til að bæta Filippseyjar.Sjá einnig: Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Dela Rosa tók þó fram að um 40 morð komi fíkniefnum ekki við. Heldur tengist þau ránum og illdeilum. Þá eru um 300 lögregluþjónar grunaðir um aðild að fíkniefnasölu. Reuters bendir á að uppi séu vangaveltur um að spilltir lögregluþjónar hafi drepið fjölmarga fíkniefnasala til að forðast að upp komist um spillingu þeirra. Dela Rosa sagði að nærri því 700 þúsund neytendur og sölumenn hefðu gefið sig fram við lögreglu. Þau eru látin skrifa undir samning um að hætta athæfi sínu og fylgjast yfirvöld reglulega með því að þau fari eftir samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa, auk mannréttindasamtaka, lýst yfir áhyggjum á ástandinu í Filippseyjum og nú hafa Bandaríkin einnig gert það. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
1.916 manns hafa látið lífið eftir upphaf „átaks“ Rodrigo Duterte, nýskipaðs forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Yfirmaður lögreglunnar segir að 756 hafi verið drepnir af lögreglu og að hin morðin séu til rannsóknar. Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte sór embættiseið fyrir sjö vikum. Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar, sagði þingnefnd að það væri engin sérstök stefna að drepa fíkniefnanotendur og sölumenn. Duterte hefur hins vegar hvatt þegna sína til þess að drepa sölumenn sem streitast á móti við handtöku. Vopnuð gengi borgara hafa drepið fjölmarga sem taldir eru neyta fíkniefna eða selja þau. Duterte, sem hefur fengið viðurnefnið „Refsarinn“ (e. Punisher), hefur varað þingmenn gegn því að þvælast fyrir átaki sínu. Hann hefur sagt að þeir gætu látið lífið ef þeir hægðu á viðleitni hans til að bæta Filippseyjar.Sjá einnig: Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Dela Rosa tók þó fram að um 40 morð komi fíkniefnum ekki við. Heldur tengist þau ránum og illdeilum. Þá eru um 300 lögregluþjónar grunaðir um aðild að fíkniefnasölu. Reuters bendir á að uppi séu vangaveltur um að spilltir lögregluþjónar hafi drepið fjölmarga fíkniefnasala til að forðast að upp komist um spillingu þeirra. Dela Rosa sagði að nærri því 700 þúsund neytendur og sölumenn hefðu gefið sig fram við lögreglu. Þau eru látin skrifa undir samning um að hætta athæfi sínu og fylgjast yfirvöld reglulega með því að þau fari eftir samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa, auk mannréttindasamtaka, lýst yfir áhyggjum á ástandinu í Filippseyjum og nú hafa Bandaríkin einnig gert það.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira