Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2016 14:04 Sigurður Ingi var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ári. Vísir/GVA Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar. Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar.
Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira