Námsmenn eiga betra skilið en Illugafrumvarpið Óskar Steinn Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar