Segir útlendinga kaupa sér aðgang að íslenskum fjörðum Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Forsvarsmenn Arctic Fish áforma að slátra um 8.000 tonnum árlega innan fárra ára. vísir/sigurjón Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira