Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - FH 0-2 | Hornspyrnur Hendrickx gerðu gæfumuninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2016 21:00 FH-ingar eru komnir með aðra hönd á titilinn segja margir. vísir/hanna FH endurheimti sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Víkingi Ó. á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Bæði mörk FH-inga komu eftir hornspyrnur Jonathans Hendrickx. Atli Viðar Björnsson skoraði það fyrra á 44. mínútu og Emil Pálsson það síðara á 62. mínútu. Erfitt var að sjá hvort boltinn væri inni í seinna skiptið en markið var dæmt gott og gilt. Þetta var þriðji sigur FH-inga í röð en þeir eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Það gengur ekki jafn vel hjá Víkingum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Þeir eru þó enn fimm stigum frá fallsæti.Af hverju vann FH? FH-ingar afgreiddu þennan leik afar faglega. Spil þeirra hefur oft gengið betur og Hafnfirðingar sköpuðu sér ekki mikið í opnum leik. En þeir eru alltaf hættulegir í föstum leikatriðum og það voru tvær hornspyrnur sem skildu liðin að í kvöld. Eftir annað markið spiluðu FH-ingar af mikilli skynsemi og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Varnarleikurinn var allan tímann góður og Gunnar Nielsen varði þau fáu skot sem Ólsarar náðu á markið. Víkingar geta verið nokkuð sáttir með sína frammistöðu í leiknum en naga sig væntanlega í handarbökin yfir slökum varnarleik í hornspyrnunum tveimur.Þessir stóðu upp úr FH-vörnin átti góðan leik í heild sinni og Davíð Þór Viðarsson var að venju traustur þar fyrir framan. Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia áttu fullt í fangi með að hemja Hrvoje Tokic en tókst það að mestu leyti og geta verið sáttir með sitt dagsverk. Auk þess að vera góður í vörninni lagði Hendrickx upp tvö mörk en hornspyrnur hans hafa skilað fimm mörkum í síðustu þremur leikjum FH. Hjá Víkingi stóð Aleix Egea Acame upp úr en hann átti flottan leik í vörninni.Hvað gekk illa? Eins og áður sagði hafa FH-ingar spilað betri fótbolta en þeir gerðu í kvöld. Sóknarleikurinn var á köflum einhæfur og það skorti stundum tengingu á milli sóknar og miðju. Varnarleikur Víkinga í hornspyrnunum tveimur var slakur og kostaði þá leikinn. Þeir náðu líka aldrei að ógna marki FH nægjanlega mikið. Tokic átti tvær góðar tilraunir í seinni hálfleik en annað var það ekki.Hvað gerist næst? Eftir landsleikjahléið mætir FH Breiðabliki í stórleik 18. umferðar. FH-ingar eru með sjö stiga forskot á Blika og með sigri í leiknum fara þeir langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólsarar geta þakkað Þróttaranum Aroni Þórði Albertssyni og Fjölnismanninum Ingimundi Níels Óskarssyni fyrir jöfnunarmörkin sem þeir skoruðu gegn ÍBV og Fylki í kvöld. Þrátt fyrir hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum eru Víkingar fimm stigum frá fallsæti. Tap gegn Fylki í Árbænum í næstu umferð setur þá hins vegar í mjög vond mál.Ejub: Hvað á ég að segja? Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., kvaðst ánægður með spilamennsku sinna manna gegn FH í kvöld en var að vonum ósáttur með uppskeruna. „Það eru alltaf vonbrigði að tapa og frekar ódýrt að fá á sig mörk eftir hornspyrnur. En við áttum góða kafla í leiknum og gáfum þeim allavega leik,“ sagði Ejub. Seinna mark FH, sem kom eftir rúman klukkutíma, var umdeilt en erfitt var að sjá hvort boltinn fór allur yfir línuna. Ejub vildi lítið tjá sig um hvort markið hefði átt að standa en lýsti þó yfir óánægju sinni með spurningar blaðamanns þegar hann spurði þjálfarann hvort hann teldi líklegt að dómararnir hefðu tekið rétta ákvörðun. „Hvað á ég að segja? Ég tjáði mig nokkrum sinnum um dómara og biðst afsökunar á því. En ef þú ert að reyna að fiska eitthvað upp úr mér verði þér að góðu,“ sagði Ejub áður en talið barst aftur að frammistöðu Ólsara sem hafa spilað nokkuð vel í síðustu tveimur leikjum þótt uppskeran sé aðeins eitt stig. „Við höfum spilað á móti góðum liðum, bæði síðast [á móti Fjölni] og núna. Mér finnst við hafa spilað þokkalega vel miðað við allt. Ef við spilum eins og við gerðum í dag í framtíðinni getum við kannski náð í fleiri stig,“ sagði Ejub og bætti því við að það væri afar erfitt að spila á móti Íslandsmeisturum FH. „Þeir eru rosalega vel skipulagðir, agaðir og gefa fá færi á sér. Við sköpuðum nokkur hálffæri en það versta var kannski að við fengum á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks. Það hefði verið betra að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleik,“ sagði Ejub að endingu.Heimir: Lentum á köflum í vandræðum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var sáttur með sigurinn sem hans menn sóttu til Ólafsvíkur í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og mér fannst Víkingar öflugir. Við lentum á köflum í vandræðum með [Hrvoje] Tokic og Þorstein Má [Ragnarsson] og þeir sköpuðu okkur vandræði,“ sagði Heimir eftir leik. „En á endanum leystum við það og mér fannst við á köflum spila fínan fótbolta. Það er frábært að koma hérna. Gríðarlega flott umgjörð og völlurinn góður.“ Bæði mörk FH-inga komu eftir hornspyrnur Jonathans Hendrickx. Athygli vakti að Hafnfirðingar fjölmenntu inn í markteiginn sem gerði Cristian Martínez Liberato, markverði Víkings, erfitt fyrir. „Við vildum þrýsta þessu inn á markið eftir að hafa skoðað hvernig þeir dekka í hornspyrnum. Þetta gekk fínt,“ sagði Heimir sem er að vonum sáttur með framlag Hendrickx en hornspyrnur hans hafa skilað fimm mörkum í síðustu þremur leikjum FH. „Hann hefur tekið flottar hornspyrnur upp á síðkastið og menn hafa ráðist vel á þessa bolta.“ FH-ingar eru í kjörstöðu til að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, með sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. „Fyrir mér er þetta þannig að á meðan önnur lið eiga möguleika verðum við að halda áfram. Nú kemur tveggja vikna landsleikjahlé og næst er erfiður leikur gegn Breiðabliki,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
FH endurheimti sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Víkingi Ó. á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Bæði mörk FH-inga komu eftir hornspyrnur Jonathans Hendrickx. Atli Viðar Björnsson skoraði það fyrra á 44. mínútu og Emil Pálsson það síðara á 62. mínútu. Erfitt var að sjá hvort boltinn væri inni í seinna skiptið en markið var dæmt gott og gilt. Þetta var þriðji sigur FH-inga í röð en þeir eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Það gengur ekki jafn vel hjá Víkingum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Þeir eru þó enn fimm stigum frá fallsæti.Af hverju vann FH? FH-ingar afgreiddu þennan leik afar faglega. Spil þeirra hefur oft gengið betur og Hafnfirðingar sköpuðu sér ekki mikið í opnum leik. En þeir eru alltaf hættulegir í föstum leikatriðum og það voru tvær hornspyrnur sem skildu liðin að í kvöld. Eftir annað markið spiluðu FH-ingar af mikilli skynsemi og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Varnarleikurinn var allan tímann góður og Gunnar Nielsen varði þau fáu skot sem Ólsarar náðu á markið. Víkingar geta verið nokkuð sáttir með sína frammistöðu í leiknum en naga sig væntanlega í handarbökin yfir slökum varnarleik í hornspyrnunum tveimur.Þessir stóðu upp úr FH-vörnin átti góðan leik í heild sinni og Davíð Þór Viðarsson var að venju traustur þar fyrir framan. Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia áttu fullt í fangi með að hemja Hrvoje Tokic en tókst það að mestu leyti og geta verið sáttir með sitt dagsverk. Auk þess að vera góður í vörninni lagði Hendrickx upp tvö mörk en hornspyrnur hans hafa skilað fimm mörkum í síðustu þremur leikjum FH. Hjá Víkingi stóð Aleix Egea Acame upp úr en hann átti flottan leik í vörninni.Hvað gekk illa? Eins og áður sagði hafa FH-ingar spilað betri fótbolta en þeir gerðu í kvöld. Sóknarleikurinn var á köflum einhæfur og það skorti stundum tengingu á milli sóknar og miðju. Varnarleikur Víkinga í hornspyrnunum tveimur var slakur og kostaði þá leikinn. Þeir náðu líka aldrei að ógna marki FH nægjanlega mikið. Tokic átti tvær góðar tilraunir í seinni hálfleik en annað var það ekki.Hvað gerist næst? Eftir landsleikjahléið mætir FH Breiðabliki í stórleik 18. umferðar. FH-ingar eru með sjö stiga forskot á Blika og með sigri í leiknum fara þeir langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólsarar geta þakkað Þróttaranum Aroni Þórði Albertssyni og Fjölnismanninum Ingimundi Níels Óskarssyni fyrir jöfnunarmörkin sem þeir skoruðu gegn ÍBV og Fylki í kvöld. Þrátt fyrir hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum eru Víkingar fimm stigum frá fallsæti. Tap gegn Fylki í Árbænum í næstu umferð setur þá hins vegar í mjög vond mál.Ejub: Hvað á ég að segja? Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., kvaðst ánægður með spilamennsku sinna manna gegn FH í kvöld en var að vonum ósáttur með uppskeruna. „Það eru alltaf vonbrigði að tapa og frekar ódýrt að fá á sig mörk eftir hornspyrnur. En við áttum góða kafla í leiknum og gáfum þeim allavega leik,“ sagði Ejub. Seinna mark FH, sem kom eftir rúman klukkutíma, var umdeilt en erfitt var að sjá hvort boltinn fór allur yfir línuna. Ejub vildi lítið tjá sig um hvort markið hefði átt að standa en lýsti þó yfir óánægju sinni með spurningar blaðamanns þegar hann spurði þjálfarann hvort hann teldi líklegt að dómararnir hefðu tekið rétta ákvörðun. „Hvað á ég að segja? Ég tjáði mig nokkrum sinnum um dómara og biðst afsökunar á því. En ef þú ert að reyna að fiska eitthvað upp úr mér verði þér að góðu,“ sagði Ejub áður en talið barst aftur að frammistöðu Ólsara sem hafa spilað nokkuð vel í síðustu tveimur leikjum þótt uppskeran sé aðeins eitt stig. „Við höfum spilað á móti góðum liðum, bæði síðast [á móti Fjölni] og núna. Mér finnst við hafa spilað þokkalega vel miðað við allt. Ef við spilum eins og við gerðum í dag í framtíðinni getum við kannski náð í fleiri stig,“ sagði Ejub og bætti því við að það væri afar erfitt að spila á móti Íslandsmeisturum FH. „Þeir eru rosalega vel skipulagðir, agaðir og gefa fá færi á sér. Við sköpuðum nokkur hálffæri en það versta var kannski að við fengum á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks. Það hefði verið betra að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleik,“ sagði Ejub að endingu.Heimir: Lentum á köflum í vandræðum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var sáttur með sigurinn sem hans menn sóttu til Ólafsvíkur í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og mér fannst Víkingar öflugir. Við lentum á köflum í vandræðum með [Hrvoje] Tokic og Þorstein Má [Ragnarsson] og þeir sköpuðu okkur vandræði,“ sagði Heimir eftir leik. „En á endanum leystum við það og mér fannst við á köflum spila fínan fótbolta. Það er frábært að koma hérna. Gríðarlega flott umgjörð og völlurinn góður.“ Bæði mörk FH-inga komu eftir hornspyrnur Jonathans Hendrickx. Athygli vakti að Hafnfirðingar fjölmenntu inn í markteiginn sem gerði Cristian Martínez Liberato, markverði Víkings, erfitt fyrir. „Við vildum þrýsta þessu inn á markið eftir að hafa skoðað hvernig þeir dekka í hornspyrnum. Þetta gekk fínt,“ sagði Heimir sem er að vonum sáttur með framlag Hendrickx en hornspyrnur hans hafa skilað fimm mörkum í síðustu þremur leikjum FH. „Hann hefur tekið flottar hornspyrnur upp á síðkastið og menn hafa ráðist vel á þessa bolta.“ FH-ingar eru í kjörstöðu til að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, með sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. „Fyrir mér er þetta þannig að á meðan önnur lið eiga möguleika verðum við að halda áfram. Nú kemur tveggja vikna landsleikjahlé og næst er erfiður leikur gegn Breiðabliki,“ sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira