Stöðvar KR Valssóknina? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2016 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum. vísir/stefán Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira