Einn hættulegasti hákarl heims skammt út frá Þorlákshöfn Gissur Sigurðsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. ágúst 2016 20:49 Sjómennirnir kipptu sér lítið upp við það að að hafa fengið einn hættulegasta hákarl í heimi upp í bátinn. vísir/þorvaldur Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira