Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 15:07 Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Stefán Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt. Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt.
Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30
Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00