Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 15:07 Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Stefán Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt. Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt.
Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30
Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00