Mannréttindi gróflega brotin á Nárú Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Í Ástralíu og víðar um heim hefur oft verið efnt til mótmæla gegn búðunum á Nárú. Þessi mynd er tekin í Ástralíu þar sem því var mótmælt að nýfætt barn yrði sent til eyjunnar ásamt móður sinni sem þurfti að komast á sjúkrahús í Ástralíu til að fæða barnið. vísir/epa Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira