Jeffs: Högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. ágúst 2016 22:10 Ian Jeffs þjálfar kvennalið ÍBV og leikur með karlaliðinu. vísir/anton Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48
Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55