Arnar: Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki fengið þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 21:16 Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks. Arnar Grétarsson þjálfari Blika var ánægður með stigin þrjú gegn Þrótti í kvöld og sagði sína menn hafa verið betra liðið allan leikinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var eitt lið á vellinum frá upphafi til enda en það sem ég er kannski óánægður með er kæruleysi uppvið markið. Við erum ekki að fá dauðafæri heldur færi sem á ekki að vera hægt að klúðra,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í leikslok. „Staðan 2-0 er alltaf hættuleg. Þú getur fengið á þig aukaspyrnu eða hornspyrnu þar sem kemur inn mark og þá er þetta orðið leikur. Í staðinn fyrir að stúta leiknum 3-0 og geta þá verið rólegri og jafnvel bætt við fleiri mörkum. En heilt yfir er ég mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum allan tímann og sköpuðum aragrúa af færum. Ég hefði viljað skora fleiri mörk,“ bætti Arnar við. Sum þeirra færa sem Blikar nýttu ekki í kvöld voru afar góð og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. „Það er hárrétt. Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan. Við komumst upp með það núna en þetta hefur kostað okkur stig í sumar. Við höfum verið að ráða ferðinni en klúðrað dauðafærum. Í dag voru yfirburðirnir það miklir að þeir ógnuðu okkur lítið, fyrir utan eitt færi var þetta nánast einstefna,“ sagði Arnar. Með sigrinum halda Blikar sig í nánd við toppinn og eru fimm stigum frá FH. Arnar fór rólega í allt tal um titilbaráttu. „Næsti leikur er gegn KR. Það verður erfitt í Vesturbænum og þangað þurfum við að sækja þrjú stig. Markmiðið er allavega að vera í efstu þremur og við erum enn í þeirri baráttu. Það er mikið af innbyrðis viðureignum eftir og við þurfum að sjá hvað gerist. FH er með góða forystu eins og staðan er í dag,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var ánægður með stigin þrjú gegn Þrótti í kvöld og sagði sína menn hafa verið betra liðið allan leikinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var eitt lið á vellinum frá upphafi til enda en það sem ég er kannski óánægður með er kæruleysi uppvið markið. Við erum ekki að fá dauðafæri heldur færi sem á ekki að vera hægt að klúðra,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í leikslok. „Staðan 2-0 er alltaf hættuleg. Þú getur fengið á þig aukaspyrnu eða hornspyrnu þar sem kemur inn mark og þá er þetta orðið leikur. Í staðinn fyrir að stúta leiknum 3-0 og geta þá verið rólegri og jafnvel bætt við fleiri mörkum. En heilt yfir er ég mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum allan tímann og sköpuðum aragrúa af færum. Ég hefði viljað skora fleiri mörk,“ bætti Arnar við. Sum þeirra færa sem Blikar nýttu ekki í kvöld voru afar góð og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. „Það er hárrétt. Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan. Við komumst upp með það núna en þetta hefur kostað okkur stig í sumar. Við höfum verið að ráða ferðinni en klúðrað dauðafærum. Í dag voru yfirburðirnir það miklir að þeir ógnuðu okkur lítið, fyrir utan eitt færi var þetta nánast einstefna,“ sagði Arnar. Með sigrinum halda Blikar sig í nánd við toppinn og eru fimm stigum frá FH. Arnar fór rólega í allt tal um titilbaráttu. „Næsti leikur er gegn KR. Það verður erfitt í Vesturbænum og þangað þurfum við að sækja þrjú stig. Markmiðið er allavega að vera í efstu þremur og við erum enn í þeirri baráttu. Það er mikið af innbyrðis viðureignum eftir og við þurfum að sjá hvað gerist. FH er með góða forystu eins og staðan er í dag,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira