Sala á mat og drykk í örum vexti Sæunn Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2016 09:49 Í júlí síðastliðinn jókst velta mat og drykkjarvöru í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra. Vísir/KTD Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí síðastliðinn jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17 prósent. Þá er athyglisvert að sala á húsgögnum var rúmlega þriðjungi meiri í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Þetta er langmesti vöxtur í húsgagnasölu það sem af er ári, þegar borin er saman velta sambærilegra mánaða milli ára. Júlí er venjulega ekki mjög veltumikill mánuður hjá húsgagnaverslunum, en nú bregður öðruvísi við.Tölvusala dregst samanÞegar bornar eru saman veltutölur í raf-, síma- og tölvuverslunum koma í ljós töluvert mismunandi sveiflur milli vörutegunda. Á meðan sala snjallsíma jókst í síðast mánuði um 16 prósent frá sama mánuði í fyrra, dróst saman sala á tölvum um 18,5 prósent á sama tímabili. Líklega myndu þó einhverjir telja snjallsíma vera tölvur og því um að ræða sölu á sömu tækjum en í mismunandi mynd. Þá var í mánuðinum mun meiri veltuaukning í sölu á stórum raftækjum til heimilisnota en hinum minni.Minni fata- og skósalaEin undantekning er á hinni auknu veltu í íslenskri verslun í júlí; sem er fata- og skóverslun. En velta í þessum vöruflokkum var minni í ár en í fyrra. Verð á júlíútsölum á fötum í ár var 6,6 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra og 0,6 prósent lækkun var á verði á skóm. Samdráttur í fatasölu nam 3,3 prósent og 3,1 prósent minni sala var í skóverslun. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí síðastliðinn jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17 prósent. Þá er athyglisvert að sala á húsgögnum var rúmlega þriðjungi meiri í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Þetta er langmesti vöxtur í húsgagnasölu það sem af er ári, þegar borin er saman velta sambærilegra mánaða milli ára. Júlí er venjulega ekki mjög veltumikill mánuður hjá húsgagnaverslunum, en nú bregður öðruvísi við.Tölvusala dregst samanÞegar bornar eru saman veltutölur í raf-, síma- og tölvuverslunum koma í ljós töluvert mismunandi sveiflur milli vörutegunda. Á meðan sala snjallsíma jókst í síðast mánuði um 16 prósent frá sama mánuði í fyrra, dróst saman sala á tölvum um 18,5 prósent á sama tímabili. Líklega myndu þó einhverjir telja snjallsíma vera tölvur og því um að ræða sölu á sömu tækjum en í mismunandi mynd. Þá var í mánuðinum mun meiri veltuaukning í sölu á stórum raftækjum til heimilisnota en hinum minni.Minni fata- og skósalaEin undantekning er á hinni auknu veltu í íslenskri verslun í júlí; sem er fata- og skóverslun. En velta í þessum vöruflokkum var minni í ár en í fyrra. Verð á júlíútsölum á fötum í ár var 6,6 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra og 0,6 prósent lækkun var á verði á skóm. Samdráttur í fatasölu nam 3,3 prósent og 3,1 prósent minni sala var í skóverslun.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira