Sala á mat og drykk í örum vexti Sæunn Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2016 09:49 Í júlí síðastliðinn jókst velta mat og drykkjarvöru í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra. Vísir/KTD Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí síðastliðinn jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17 prósent. Þá er athyglisvert að sala á húsgögnum var rúmlega þriðjungi meiri í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Þetta er langmesti vöxtur í húsgagnasölu það sem af er ári, þegar borin er saman velta sambærilegra mánaða milli ára. Júlí er venjulega ekki mjög veltumikill mánuður hjá húsgagnaverslunum, en nú bregður öðruvísi við.Tölvusala dregst samanÞegar bornar eru saman veltutölur í raf-, síma- og tölvuverslunum koma í ljós töluvert mismunandi sveiflur milli vörutegunda. Á meðan sala snjallsíma jókst í síðast mánuði um 16 prósent frá sama mánuði í fyrra, dróst saman sala á tölvum um 18,5 prósent á sama tímabili. Líklega myndu þó einhverjir telja snjallsíma vera tölvur og því um að ræða sölu á sömu tækjum en í mismunandi mynd. Þá var í mánuðinum mun meiri veltuaukning í sölu á stórum raftækjum til heimilisnota en hinum minni.Minni fata- og skósalaEin undantekning er á hinni auknu veltu í íslenskri verslun í júlí; sem er fata- og skóverslun. En velta í þessum vöruflokkum var minni í ár en í fyrra. Verð á júlíútsölum á fötum í ár var 6,6 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra og 0,6 prósent lækkun var á verði á skóm. Samdráttur í fatasölu nam 3,3 prósent og 3,1 prósent minni sala var í skóverslun. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí síðastliðinn jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17 prósent. Þá er athyglisvert að sala á húsgögnum var rúmlega þriðjungi meiri í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Þetta er langmesti vöxtur í húsgagnasölu það sem af er ári, þegar borin er saman velta sambærilegra mánaða milli ára. Júlí er venjulega ekki mjög veltumikill mánuður hjá húsgagnaverslunum, en nú bregður öðruvísi við.Tölvusala dregst samanÞegar bornar eru saman veltutölur í raf-, síma- og tölvuverslunum koma í ljós töluvert mismunandi sveiflur milli vörutegunda. Á meðan sala snjallsíma jókst í síðast mánuði um 16 prósent frá sama mánuði í fyrra, dróst saman sala á tölvum um 18,5 prósent á sama tímabili. Líklega myndu þó einhverjir telja snjallsíma vera tölvur og því um að ræða sölu á sömu tækjum en í mismunandi mynd. Þá var í mánuðinum mun meiri veltuaukning í sölu á stórum raftækjum til heimilisnota en hinum minni.Minni fata- og skósalaEin undantekning er á hinni auknu veltu í íslenskri verslun í júlí; sem er fata- og skóverslun. En velta í þessum vöruflokkum var minni í ár en í fyrra. Verð á júlíútsölum á fötum í ár var 6,6 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra og 0,6 prósent lækkun var á verði á skóm. Samdráttur í fatasölu nam 3,3 prósent og 3,1 prósent minni sala var í skóverslun.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira