Kú hættir á mjólkurmarkaði um áramótin ef samkeppnisumhverfið breytist ekki Una Sighvatsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:00 Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði." Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði."
Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30
Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00