Draumur Írisar Evu um Ólympíuleika rættist í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Íris Eva kann vel við sig á Ólympíuleikunum í Ríó. Fréttablaðið/anton brink Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Fleiri fréttir Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Sjá meira
Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Fleiri fréttir Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Sjá meira