Draumur Írisar Evu um Ólympíuleika rættist í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Íris Eva kann vel við sig á Ólympíuleikunum í Ríó. Fréttablaðið/anton brink Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira