Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2016 11:00 Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. Conor mætti allt of seint á fundinn og fljótlega eftir að hann kom þá ákvað Diaz að yfirgefa svæðið ásamt sextán manna föruneyti. Þeir gáfu Conor allir puttann og byrjuðu svo að kasta vatnsflöskum í áttina að honum. Írinn var fljótur að standa á fætur, safna saman flöskunum á borðinu fyrir framan sig og grýta þeim í Diaz og félaga. Hann tók meira að segja orkudrykkjadósirnar frá Monster og kastaði þeim yfir hálfan salinn. „Ég sá að þeir voru að kasta flöskum. Þá sagði ég bara ok. Fuck that. Þið viljðið kasta flöskum. Þá kasta ég dósum,“ sagði Conor eftir þessa ótrúlegu uppákomu en hann sló samt á létta strengi. „Ég var bara að verja sjálfan mig. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Írinn hæðnislega. Þarna lauk blaðamannafundinum áður en Írinn náði nokkru flugi í sínum sálfræðileikjum. Diaz leyfði honum ekki að komast í gang sem var klókt. „Conor gengur þarna inn eins og hann sé það sem allt snýst um. Þá fannst mér sýningin aftur á móti vera búinn og þess vegna fór ég,“ sagði Diaz en þetta var töfrabragð kvöldsins í David Copperfield-salnum. Þessi læti hafa vakið enn meiri áhuga á þessum risabardaga og mun líklega verða þess valdandi að allir munu græða meira. Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Lætin byrja eftir 20 mínútur. MMA Tengdar fréttir Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. Conor mætti allt of seint á fundinn og fljótlega eftir að hann kom þá ákvað Diaz að yfirgefa svæðið ásamt sextán manna föruneyti. Þeir gáfu Conor allir puttann og byrjuðu svo að kasta vatnsflöskum í áttina að honum. Írinn var fljótur að standa á fætur, safna saman flöskunum á borðinu fyrir framan sig og grýta þeim í Diaz og félaga. Hann tók meira að segja orkudrykkjadósirnar frá Monster og kastaði þeim yfir hálfan salinn. „Ég sá að þeir voru að kasta flöskum. Þá sagði ég bara ok. Fuck that. Þið viljðið kasta flöskum. Þá kasta ég dósum,“ sagði Conor eftir þessa ótrúlegu uppákomu en hann sló samt á létta strengi. „Ég var bara að verja sjálfan mig. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Írinn hæðnislega. Þarna lauk blaðamannafundinum áður en Írinn náði nokkru flugi í sínum sálfræðileikjum. Diaz leyfði honum ekki að komast í gang sem var klókt. „Conor gengur þarna inn eins og hann sé það sem allt snýst um. Þá fannst mér sýningin aftur á móti vera búinn og þess vegna fór ég,“ sagði Diaz en þetta var töfrabragð kvöldsins í David Copperfield-salnum. Þessi læti hafa vakið enn meiri áhuga á þessum risabardaga og mun líklega verða þess valdandi að allir munu græða meira. Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Lætin byrja eftir 20 mínútur.
MMA Tengdar fréttir Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00
Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30
Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30
Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30