Blómstrandi barmenning í Mývatnssveit: „Væri ekki hægt ef ekki væri fyrir ferðamennina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 19:45 Mývatn og svæðið í kring er eitt fegursta svæði landsins og því skyldi engan undra að þangað sækja ferðamenn í stórum stíl. Færri vita þó að í kringum Mývatn eru hvorki meira né minna en fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Stunda heimamenn það að „taka hringinn“, pöbbarölt í lengri útgáfu, þar sem ferðast er hringinn í kringum Mývatn og stoppað á hverjum stað. „Svona pöbbarölt var fyrst farið árið 2005,“ segir Ástríður Pétursdóttir Mývetningur, sem farið hefur hringinn á hverju ári frá 2011. Hugmyndin kom frá Þuríði, systur Ástríðar og Gunnari Ben, núverandi hljómborðsleikara Skálmaldar. Þá voru átta staðir með vínveitingaleyfi og hefur þeim fjölgað ár frá ári.Skýrar reglur í kringum hringinnÁstríður og vinir hennar fylgja skýrum reglum í hvert sinn sem hringurinn farinn og eru refsistig gefin fyrir þá sem ekki tekst að fylgja þeim.„Reglan er sú að frá því að komið er á staðinn og þangað til sest er upp í bíl má ekki líða meira en korter. Á þessum tíma þarf að drekka einn lítinn bjór eða drykk,“ segir Ástríður en mikilvægt er að hafa öruggan bílstjóra með í för sé stefnan tekin á að fara hringinn. „Ef maður er ekki kominn inn í bílinn eftir korter fær maður refsistig.“ Auðvitað þarf ekki að fylgja þessum reglum sé ætlunin að taka hringinn í kringum Mývatn en Ástríður segist sífellt heyra af fleirum sem fari hringinn góða. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Mývatn á ári hverju og margfaldast íbúafjöldi sveitarinnar hvert sumar vegna starfsmanna sem koma og vinna í sveitinni við ferðaþjónustuna. Undir orð Ástríðar tekur Helgi Héðinsson sem rekur Dimmuborgir Guesthouse sem er einn af þeim stöðum sem er með vínveitingaleyfi. „Það er oft mikil stemmning þegar menn fara á milli og kíkja á staðina. Þetta er mjög skemmtileg menning sem hefur myndast í kringum þetta og mjög algengt að menn taki hringinn og stoppi á einhverjum stöðum,“ segir Helgi. Jarðböðin í Mývatnssveit er einn þeirra staða sem hefur vínveitingaleyfi.Vísir/PjeturEnn að selja úr sömu koníaksflöskunni En þrátt fyrir að heimamenn sæki í staðina eru erlendu ferðamennirnir ástæða þess að í sveitinni eru fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Áætlað er að tæplega helmingur allra ferðamanna sem komi til Íslands sæki Mývatnssveit heim. „Hingað koma mikið af ferðamönnum og þeir vilja bjór, það er ekki flókið,“ segir Friðrik Jakobsson sem rekur Kaffi Borgir. „Það þykir bara ömurlegt ef ferðamaður kemur og vill kaupa sér bjór og það er ekki til.“ Friðrik tekur þó fram að þrátt fyrir að í sveitinni megi finna alla þessa staði með vínveitingaleyfi þýði það ekki að það sé allir meira og minna í því alla daga, þvert á móti. „Ég hef aldrei þurft að vísa neinum frá vegna ofurölvunar á tíu ára tímabili. Þetta er mjög frábrugðið því sem maður sér t.d. úr miðbæ Reykjavíkur um helgar,“ segir Friðrik sem ætti að þekkja enda rak hann veitingastað í borginni um árabil. Bætir hann því við að hann sé enn að selja úr sömu koníaksflösku og hann keypti þegar hann tók við Kaffi Borgum fyrir sex árum síðan. Ásókn ferðamanna til Íslands hefur aukist gríðarlega með hverju ári sem líður og sýnist sitt hverjum um þau áhrif sem þeir hafa á íslenskt samfélag og umhverfi. Ástríður segir að í þeirri umræðu vilji það oft gleymast hvað ferðamenn hafi fært Íslendingunum og barmenningin í Mývatnssveit sé skýrt dæmi um það. „Við erum rosalega þakklát fyrir ferðamennina hér vegna þess að ef það væri ekki fyrir þá væri þetta ekki hægt. Það er mjög margt skemmtilegt að gerast vegna þeirra og ekki bara í Mývatnssveit. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Mývatn og svæðið í kring er eitt fegursta svæði landsins og því skyldi engan undra að þangað sækja ferðamenn í stórum stíl. Færri vita þó að í kringum Mývatn eru hvorki meira né minna en fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Stunda heimamenn það að „taka hringinn“, pöbbarölt í lengri útgáfu, þar sem ferðast er hringinn í kringum Mývatn og stoppað á hverjum stað. „Svona pöbbarölt var fyrst farið árið 2005,“ segir Ástríður Pétursdóttir Mývetningur, sem farið hefur hringinn á hverju ári frá 2011. Hugmyndin kom frá Þuríði, systur Ástríðar og Gunnari Ben, núverandi hljómborðsleikara Skálmaldar. Þá voru átta staðir með vínveitingaleyfi og hefur þeim fjölgað ár frá ári.Skýrar reglur í kringum hringinnÁstríður og vinir hennar fylgja skýrum reglum í hvert sinn sem hringurinn farinn og eru refsistig gefin fyrir þá sem ekki tekst að fylgja þeim.„Reglan er sú að frá því að komið er á staðinn og þangað til sest er upp í bíl má ekki líða meira en korter. Á þessum tíma þarf að drekka einn lítinn bjór eða drykk,“ segir Ástríður en mikilvægt er að hafa öruggan bílstjóra með í för sé stefnan tekin á að fara hringinn. „Ef maður er ekki kominn inn í bílinn eftir korter fær maður refsistig.“ Auðvitað þarf ekki að fylgja þessum reglum sé ætlunin að taka hringinn í kringum Mývatn en Ástríður segist sífellt heyra af fleirum sem fari hringinn góða. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Mývatn á ári hverju og margfaldast íbúafjöldi sveitarinnar hvert sumar vegna starfsmanna sem koma og vinna í sveitinni við ferðaþjónustuna. Undir orð Ástríðar tekur Helgi Héðinsson sem rekur Dimmuborgir Guesthouse sem er einn af þeim stöðum sem er með vínveitingaleyfi. „Það er oft mikil stemmning þegar menn fara á milli og kíkja á staðina. Þetta er mjög skemmtileg menning sem hefur myndast í kringum þetta og mjög algengt að menn taki hringinn og stoppi á einhverjum stöðum,“ segir Helgi. Jarðböðin í Mývatnssveit er einn þeirra staða sem hefur vínveitingaleyfi.Vísir/PjeturEnn að selja úr sömu koníaksflöskunni En þrátt fyrir að heimamenn sæki í staðina eru erlendu ferðamennirnir ástæða þess að í sveitinni eru fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Áætlað er að tæplega helmingur allra ferðamanna sem komi til Íslands sæki Mývatnssveit heim. „Hingað koma mikið af ferðamönnum og þeir vilja bjór, það er ekki flókið,“ segir Friðrik Jakobsson sem rekur Kaffi Borgir. „Það þykir bara ömurlegt ef ferðamaður kemur og vill kaupa sér bjór og það er ekki til.“ Friðrik tekur þó fram að þrátt fyrir að í sveitinni megi finna alla þessa staði með vínveitingaleyfi þýði það ekki að það sé allir meira og minna í því alla daga, þvert á móti. „Ég hef aldrei þurft að vísa neinum frá vegna ofurölvunar á tíu ára tímabili. Þetta er mjög frábrugðið því sem maður sér t.d. úr miðbæ Reykjavíkur um helgar,“ segir Friðrik sem ætti að þekkja enda rak hann veitingastað í borginni um árabil. Bætir hann því við að hann sé enn að selja úr sömu koníaksflösku og hann keypti þegar hann tók við Kaffi Borgum fyrir sex árum síðan. Ásókn ferðamanna til Íslands hefur aukist gríðarlega með hverju ári sem líður og sýnist sitt hverjum um þau áhrif sem þeir hafa á íslenskt samfélag og umhverfi. Ástríður segir að í þeirri umræðu vilji það oft gleymast hvað ferðamenn hafi fært Íslendingunum og barmenningin í Mývatnssveit sé skýrt dæmi um það. „Við erum rosalega þakklát fyrir ferðamennina hér vegna þess að ef það væri ekki fyrir þá væri þetta ekki hægt. Það er mjög margt skemmtilegt að gerast vegna þeirra og ekki bara í Mývatnssveit.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30
Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00