Milos: Þetta var ekki boðleg frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 22:21 Milos Milojevic þjálfari Víkinga var eðlilega niðurlútur eftir 7-0 tapið gegn Val í kvöld. Hans menn voru teknir í kennslustund af Valsmönnum og spiluðu án efa sinn versta leik í afar langan tíma. „Þetta er ekki boðleg frammistaða og úrslitin í samræmi við það. Einn mjög klókur þjálfari sagði að það væri betra að tapa einu sinni 7-0 en sjö sinnnum 1-0. En engu að síður er þetta ekki góð auglýsing fyrir liðið eða félagið og menn voru ekki tilbúnir,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég óska Valsmönnum til hamingju með þrjú stig og bikarmeistaratitilinn. Þeir voru sprækari, vildu þetta meira og voru einfaldlega betri en við. Sum mörk voru í ódýrari kantinum en hvað á maður að segja þegar maður tapar 7-0? Ég bara óska þeim til hamingju,“ bætti Milos við. Staðan í hálfleik var 2-0 og Víkingar áttu þá enn góða möguleika á að koma sér inn í leikinn að nýju. Mark Valsmanna eftir 35 sekúndur í seinni hálfleik gerði hins vegar út um þá von. „Mér fannst við eiga möguleika þegar við fáum dauðafæri í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda haus og fyrst og fremst ekki fá á okkur mark. En þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0 þá er lítið að segja annað en að þetta voru lengstu 45 mínútur í lífi mínu.“ Næsti leikur Víkinga er á mánudag gegn ÍBV og ljóst að Milos hefur verk að vinna fram að þeim leik. „Ég er ennþá svo pirraður og heitur og ég veit ekki hvað skal gera. Ég ætla bara að sofa á því en það er ljóst að það þarf að laga varnarleikinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Milos Milojevic að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var eðlilega niðurlútur eftir 7-0 tapið gegn Val í kvöld. Hans menn voru teknir í kennslustund af Valsmönnum og spiluðu án efa sinn versta leik í afar langan tíma. „Þetta er ekki boðleg frammistaða og úrslitin í samræmi við það. Einn mjög klókur þjálfari sagði að það væri betra að tapa einu sinni 7-0 en sjö sinnnum 1-0. En engu að síður er þetta ekki góð auglýsing fyrir liðið eða félagið og menn voru ekki tilbúnir,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég óska Valsmönnum til hamingju með þrjú stig og bikarmeistaratitilinn. Þeir voru sprækari, vildu þetta meira og voru einfaldlega betri en við. Sum mörk voru í ódýrari kantinum en hvað á maður að segja þegar maður tapar 7-0? Ég bara óska þeim til hamingju,“ bætti Milos við. Staðan í hálfleik var 2-0 og Víkingar áttu þá enn góða möguleika á að koma sér inn í leikinn að nýju. Mark Valsmanna eftir 35 sekúndur í seinni hálfleik gerði hins vegar út um þá von. „Mér fannst við eiga möguleika þegar við fáum dauðafæri í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda haus og fyrst og fremst ekki fá á okkur mark. En þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0 þá er lítið að segja annað en að þetta voru lengstu 45 mínútur í lífi mínu.“ Næsti leikur Víkinga er á mánudag gegn ÍBV og ljóst að Milos hefur verk að vinna fram að þeim leik. „Ég er ennþá svo pirraður og heitur og ég veit ekki hvað skal gera. Ég ætla bara að sofa á því en það er ljóst að það þarf að laga varnarleikinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Milos Milojevic að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira